13.11.2024 - 08:30-10:00
KPMG býður aðildarfélögum Festu á tengslafund á 8. hæð í Borgartúni 27 þann 13. nóvember frá 08:30-10:00.
Á fundinum verður fjallað um stöðu KPMG á Íslandi í sjálfbærnimálum. Farið verður yfir lykiláfanga félagsins, hvernig sjálfbærni samræmist heildarstefnu þess og helstu niðurstöður tvíátta mikilvægisgreiningar. Þar að auki verður farið yfir þróun mannauðsmála og hvernig þau styðja við langtímamarkmið félagsins í sjálfbærni. Að lokum verður undirbúningur félagsins fyrir komandi áskoranir og tækifæri til umræðu og skrefin kynnt sem framundan eru.
Að erindum loknum verður opið fyrir spurningar úr sal og umræður. Léttar morgunverðarveitingar verða í boði.
Dagskrá og fyrirlesarar:
Hvað er mikilvægt í okkar fyrirtæki
Fólkið okkar í fyrirrúmi
Undirbúningur nýrra áskorana
KPMG er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviðum endurskoðunar, uppgjörs og bókhalds, skatta og lögfræði og ráðgjafar.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is