5.12.2024 - 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – COWI


COWI Ísland býður til Tengslafundar þann 5. desember kl. 08:30 í Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi.

Á fundinum munu helstu sjálfbærnisérfræðingar fyrirtækisins deila innsýn í vegferð COWI bæði á Íslandi og alþjóðlega, og ræða hvernig fyrirtækið vinnur að því að uppfylla metnaðarfull markmið í sjálfbærni.


Dagskráin spannar allt frá innleiðingu sjálfbærni í starfsemi og verkefnum COWI á Íslandi yfir í áhrif evrópskra sjálfbærnireglna á markaðinn í Danmörku. Við fáum meðal annars innsýn í hvernig COWI hugar að mannauðsmálum og hvernig COWI Group vinnur að Science based targets, CSRD og ESG.


Í lok fundar gefst svo tækifæri fyrir umræður, líkt og vanalega.


Dagskrá


María Stefánsdóttir, Umhverfisverkfræðingur M.Sc.

María segir frá áskorunum og sigrum í tengslum við innleiðingu sjálfbærni hjá COWI á Íslandi, bæði í starfsemi fyrirtækisins og innleiðingu sjálfbærni í verkefnum fyrir verkkaupa

 

Lisa E. E. Ståhl, Head of ESG, COWI Group og Kelly Olson, ESG Performance & Reporting Manager, COWI Group

Lisa og Kelly segja frá vegferð móðurfyrirtækisins í tengslum við Science based targets, CSRD og ESG.

 

Kirsten Mariager, Associate Sustainability Director - Buildings and Industry

Sustainability perspectives from the Danish Built Environment – Kirsten segir frá áhrifum evrópsku sjálfbærnireglugeraðanna á markaðinn í Danmörku

 

Inga Björg Hjaltadóttir, mannauðsstjóri COWI

Innleiðing samfélagslegra þátta og sjálfbærni



  • Athugið að tengslafundir eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög Festu.

  • Tengslafundir hafa verið hluti af starfi Festu í fjölda ára. Á Tengslafundi býður eitt aðildarfélag í einu hinum aðildarfélögum í heimsókn þar sem gestgjafinn deilir sinni þekkingu, reynslu og áskorunum þegar kemur að sjálfbærum rekstri. Á Tengslafundunum skapast ávallt áhugaverðar umræður og út frá þessum vettvangi myndast verðmæt sambönd.
Share by: