15.02.2024 - 08:30-10:00

Tengsla­fund­ur Festu – Deloitte


Deloitte tekur á móti aðildarfélögum Festu á Tengslafundi félagsins þann 15. febrúar kl. 8:30 – 10:00.

 

Þar munum við fá kynningu á sjálfbærnivegferð Deloitte bæði útfrá eigin aðgerðum og ytri áhrifum félagsins í samræmi við alþjóðlega WorldClimate-stefnu félagsins. 

 

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, mun opna fundinn og kynna stefnuna og síðan munu Gunnar S. Magnússon, yfirmaður sjálfbærniráðgjafar og aðrir sjálfbærnisérfræðingar Deloitte gefa innsýn í nýleg verkefni á sviði nýrra sjálfbærnireglugerða og kolefnismála og ræða áskoranir og tækifæri þeim tengt.




Efnistök fundarins:

  • Margrét – EU Taxonomy, hvað höfum við lært?
  • Hlynur – CSRD, tvöföld mikilvægisgreining – reynslan til dagsins í dag
  • Rannveig – Leiðir að kolefnishlutleysi fyrirtækja (e. net-zero)


Um er að ræða áhugaverða kynningu á sjálfbærnistarfsemi Deloitte og tækifæri til að heyra í reyndum sérfræðingum sem eru að vinna í krefjandi sjálfbærniverkefnum og spyrja spurninga sem snerta okkur öll.

 

  • Fundurinn fer fram í nýjum húsakynnum Deloitte að Dalvegi 30, 5. hæð.
  • Boðið verður upp á léttar veitingar.
  • Tengslafundir Festu eru aðeins opnir fyrir aðildarfélög Festu.
Share by: