07.03.2024 - 08:30-10:00
Isavia býður aðildarfélögum Festu á tengslafund á starfsstöð félagsins að Dalshrauni 3, Hafnarfirði á 1. hæð 7. mars kl. 8.30-10.00.
Þar fáum við kynningu á sjálfbærnivegferð Isavia. Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er fjölbreytt og þar starfa fyrirtæki í ólíkum rekstri. Isavia sem m.a. stendur í umfangsmiklum framkvæmdum en þar starfar líka fjöldi smærri og stærri aðila sem reka veitingastaði, verslanir, bílaleigur eða rútufyrirtæki. Við fáum innsýn inn í fjölbreytt verkefni á alþjóðaflugvelli og hver eru tækifæri og áskoranir í sjálfbærnivegferð slíks fyrirtækis til framtíðar.
Á fundinum mun Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia og starfsfólk Stefnumótunar og sjálfbærni (SOS) taka á móti gestum.
Tilgangur Isavia ohf. er að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi. Þar gegnir starfsemi Keflavíkurflugvallar lykilhlutverki fyrir innviði landsins og sú ábyrgð sem starfseminni fylgir fyrir sjálfbæra framtíð. Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í öllu sem félagið gerir og hefur verið unnið markvisst eftir sjálfbærnistefnu í tæpan áratug.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is