24.01.2024 kl. 17:00-18:00
English below
Meðlimum í Ungum umhverfissinnum, ungmennaráðum UNICEF, UNIFEM, heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og eldhugum undir 35 ára sem starfa hjá aðildarfélögum Festu er boðið á fund þar sem loftslagsleiðtoginn Katie Hodgetts deilir sinni vegferð. Katie Hodgetts er hér á landi til að tala á Janúarráðstefnu Festu.
Eftir margra ára baráttu í þágu loftslagsaðgerða sem leiddu aktívistann Katie Hodgetts til kulnunar, stofnaði hún ungmennaverkefnið „The Resilience Project“. Tilgangur þess er að styrkja geðheilbrigði ungra aðgerðarsinna sem mörg kljást við lamandi loftslagskvíða.
Verkefnið valdeflir ungt fólk til þess að standa keik í sinni baráttu fyrir sjálfbærari framtíð. The Resilience Project styður sjálfbærnileiðtoga framtíðarinnar við að byggja net tengingar og samkenndar andspænis ógnarstórum áskorunum.
Katie situr auk þess í alþjóðlegri ungmennastjórn IKEA til þess að greiða fyrir áhrifamikilum samtölum þvert á geira.
Pizzur verða í boði á meðan við spjöllum við Katie um hennar vegferð og hvað við getum lært af henni.
Umhverfisstofnun býður fram húsnæði en við verðum á 5. hæð Suðurlandsbrautar 24 og það má komast beint upp með lyftu.
______________
Katie Hodgetts has addressed Heads of State, crowds of tens of thousands, and CEOs of the world's largest companies, speaking on topics ranging from climate and mental health to activation. At the age of 24, she founded the Resilience Project, driven by the observation of limited psychological and inner-led support available for young people dealing with burnout, climate anxiety, and the responsibility of being the generation to address these challenges. Her organization equips young individuals with transformational skills essential for navigating the evolving world, guiding hundreds of participants through its 'life-changing' 8-week Resilience Circle program.
Recognized for her contributions to Mental Health and Climate initiatives, Katie has graced international stages and serves on IKEA’s Young Global Leaders Board.
Festa - Center for Sustainability extends an invitation to all young people (35 years and under) to join in a conversation and pizza session with Katie this Wednesday, January 24th, from 17:00 to 18:00 at the offices of Umhverfisstofnun on the 5th floor of Suðurlandsbraut 24.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is