11.06.24 og 12.06.24
Wellbeing Economy Forum, Velsældarþing, er alþjóðleg ráðstefna sem verður haldin á Íslandi nú annað árið í röð dagana 11. og 12. júní 2024.
Þingið fer fram í Hörpu og er haldið af Embætti Landlæknis í samstarfi við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið með stuðningi frá Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins.
Markmið Wellbeing Economy Forum: Er að skapa vettvang þverfaglegra umræðna þar sem megináherslan er á að skapa grundvöll fyrir sjálfbært velsældarhagkerfi til framtíðar.
Áherslur Velsældarþingsins eru í samræmi við áherslur Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (SDG). Til að ná árangri þá er lögð rík áhersla á þverfaglegt samstarf til að móta heildræna nálgun til að takast á við fjölbreyttar áskoranir okkar tíma.
Allar frekari upplýsingar má finna á wellbeingeconomyforum.is
Miðasala fer fram á vefsvæði Hörpu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is