28. mars 2023

Deiglufund­ur – Yf­ir í lág­kol­efn­is­hag­kerfi

Aðildarfélög Festu hittust á rafrænum Deiglufundi 8. mars. Á fundinum kynntu sjálfbærniráðgjafar KPMG Ísland skýrsluna „Kolefnishlutleysi – Stökk úr markmiðum í aðgerðir“ sem snýr að því hvernig við setjum upp markvissa aðgerðaráætlun í átt að kolefnishlutleysi í rekstri. Um er að ræða aðgerðirnar sem við ráðumst í *áður* en komið er að því að kaupa vottaðar einingar til kolefnisjöfnunar eins og farið var í á síðasta Deiglufundi. Hér má nálgast skýrsluna sjálfa.

Tvö aðildarfélög í viðbót sögðu svo frá sinni vegferð í átt að kolefnishlutleysi, þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir,  forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Guðmundur Halldórsson, framkvæmdarstjóri Te og kaffi. Fyrirtækin eru ólík og misstór en hafa bæði skýra stefnu og setja mikinn þunga á að greina áskoranir og tækifæri í þessum efnum. Eins og Guðmundur sagði á fundinum:



„enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.“

Deiglufundir eru rafrænir fundi þar sem við tæklum málefni sem eru viðeigandi og aðkallandi í heimi sjálfbærni. Við ræðum það sem er í deiglunni – og því köllum köllum við þessa fundi Deiglufundi. Aðildarfélög Festu nota þennan vettvang til að deila með hinum sinni vegferð, þekkingu og áskorunum.

Þá er gaman að segja frá því að metaðsókn var á þennan Deiglufund.

Tengslafundur hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki bauð aðildarfélögum Festu á Tengslafund 22. mars. Það var frábær mæting – fullur salur. 

Íslandsbanki hefur innleitt sjálfbærnihugsun inn í alla starfsemi bankans og má segja að það sé mikil vitund og áhugi á sjálfbærni meðal stjórnenda og starfsfólks. Þverfaglegur hópur starfsfólks situr í sjálfbærninefnd bankans sem er ein af kjarnanefndnum bankans þar sem bankastjóri er formaður nefndarinnar.

Að hafa sjálfbærni sem hluta af vinnulagi í bankanum gefur bankanum aukið samkeppnisforskot og hefur aukið ánægju viðskiptavina. Stjórnendur bankans finna einnig fyrir auknum áhuga á málefninu meðal fólks sem sækir um störf hjá bankanum. Þessi stefna hjálpar því bankanum að laða til sín hæft starfsfólk.

Íslandsbanki hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og tekur inn í þau markmið öll lánaumsvif bankans.

Takk fyrir líflegar umræður og frábæran Tengslafund!

Á meðal þess sem var rætt var svokallað “mál málanna” – en fyrirtæki standa frammi fyrir veigamiklum breytingum hvað varðar sjálfbærnilög og –upplýsingagjöf. Við gáfum nýlega út vegvísir um þetta.

„Við eigum að þora að tala um það sem skiptir máli, þó við séum ekki fullkomin“

Share by: