Í dag fór fram aðalfundur Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og fór hann fram í Háskólanum í Reykjavík, þar sem Festa er með aðsetur. Líkt og síðustu ár tók JCI að sér fundarstjórn og fundarritun.
Á fundinum var kosin inn ný stjórn og munu eftirfarandi fulltrúar aðildarfélaga skipa stjórn Festu árið 2023-2024
Þórólfur, Málfríður og Kolbeinn koma ný inn í stjórn.
Í upphafi árs skipaði Háskólinn í Reykjavík nýjan fulltrúa í stjórn, Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, en skv samþykktum félagsins á háskólinn sæti í stjórn þar sem Festa hefur aðsetur í húsnæði skólans.
Úr stjórn stíga Jón Geir Pétursson, Ægir Þórisson og Birta Kristín Helgadóttir. Það er ekki orðum ofaukið þegar við segjum að þeirra framlag til starfa Festu á síðustu árum hefur verið ómetanlegt og eiga þau miklar hjartans þakkir skildar fyrir óeigingjörn störf. Þeirra mikla reynsla, innsýn og þekking hefur stutt við starf og ekki síður vöxt félagsins. Við óskum þeim alls hins besta og hlökkum til að starfa áfram með þeim á vettvangi Festu og sjálfbærninnar.
Endilega kynnið ykkur ársskýrslu Festu sem kom út í dag, fyllist innblæstri og rifjið upp starfið okkar allra á vettvangi Festu á liðnu ári í máli, tölum og myndum.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is