26. apríl 2021
Aðalfundur Festu fór fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík þriðjudaginn 27.apríl 2021. JCI á Íslandi sá um fundarstjórn líkt og undanfarin ár.
Tómas N. Möller formaður Festu og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri kynntu ársskýslu Festu fyrir árið 2020 – en hana má nálgast hér. Í skýrslunni má kynna sér hvað fór fram á vettvangi Festu á árinu 2020 bæði í orðum og myndum, hver voru helstu verkefni, viðburðir og áherslur. Skýrsluna má sannarlega lesa sér bæði til gagns og gamans – þrælskemmtileg lesning.
Fyrir fundinum lá tillaga um breytingar á samþykktum Festu og voru þær allar samþykktar. Þessar breytingar má kynna sér nánar hér.
Sjálfkjörið var í stjórn Festu, en kosið var um þrjú laus sæti. Þeir sem taka nú sæti í stjórn félagsins eru:
Þá var Tómas N. Möller endurkjörinn sem formaður Festu.
Áfram sitja í stjórn:
Ægir Már Þórisson, Arnar Másson og Jón Geir Péturrson
Tómas N. Möller
Festa vill sérstaklega þakka Katrínu Eddu Möller sem kom að graffískri hönnun skýrslunar.
Það eru þeir Sæmundur Sæmundsson sem setið hefur í stjórn Festu síðustu fjögur ár og þar af gegndi hann hlutverki varaformanns í eitt ár, Gunnar Sveinn Magnússon og Gestur Pétursson sem fara úr stjórn Festu og þakkar Festa þeim kærlega fyrir þann eldmóð og þá þekkingu sem þeir hafa lagt til með sinni þátttöku í stjórn.
Stjórn og starfsfólk Festu, frá hægri: Hrund Gunnsteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Gunnar Sveinn Magnússon, Sæmundur Sæmundsson, Gestur Pétusson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Harpa Júlíusdóttir - fyrir framan, Hrefna Briem, Tómas N. Möller og Erla Tryggvadóttir
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is