27. 04 2021 - 18:00 - 19:00

Að­al­fund­ur Festu 2021

@Háskólinn í Reykjavík #M 201


Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, boðar til aðalfundar 

  • Tímasetning: 27.apríl 2021, kl 16:00
  • Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, stofa M201
  • Athugið að farið verður að fullu eftir gildandi sóttvarnarreglum og fundargestum hólfað í sóttvarnarhólf í samræmi við gildandi fjöldatakmarkanir.


  • Skráning er nauðsynleg og lokað verður fyrir skráningu sólarhring fyrir fund. Vegna sóttvarnaráðstafna getum við einungis tekið á móti skráðum fundargestum. Athugið að senda má beiðni um skráningu að loknum skráningarfresti á festa@samfelagsabyrgd.is



  • Skráðir fundargestir sem ekki sjá sér fært að mæta eru beðnir um að tilkynna forföll til skrifstofu Festu (festa@samfelagsabyrgd.is)


Dagskrá fundarins:
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar liðins reikningsárs
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Kosning stjórnar og formanns
  6. Kjör löggilts endurskoðanda 
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Önnur mál


Rétt til að sækja aðalfundinn og hafa þar bæði kjörgengi og kosningarétt eiga þeir félagar sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir fundinn. 

Skráður tengiliður hvers aðildarfélags fer með atkvæðisrétt fyrir hönd viðkomandi félags. Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði.

Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gildandi samþykkta skulu tillögur að breytingum samþykkta félagsins berast formanni, tomas@live.is og framkvæmdastjóra, hrund@samfelagsabyrgd.is, félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund félagsins, þ.e. 30.mars, og munu þau sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga, eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund, þ.e. 6.apríl. 2/3 atkvæða á aðalfundi þarf til að samþykkja breytingar til að þær nái fram að ganga.

Fyrir liggja tillögur stjórnar til breytingar á samþykktum, auk skýringa á þeim tillögum. Þær tillögur má kynna sér hér

Stjórn óskar eftir framboðum til stjórnar, framboð þurfa að berast í síðasta lagi 20. apríl 2020. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við kjörnefnd, en hana skipa: Þröstur Olaf Sigurjónsson og Ásthildur Margrét Otharsdóttir, framboð sendist á netfangið verkefni@samfelagsabyrgd.is. *viðbót – tillögur kjörnefndar má kynna sér hér fyrir neðan

*viðbót 

Tillögur kjörnefndar að nýjum stjórnarmönnum eru eftirfarandi:

Til formanns:

  • Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sitjandi formaður Festu


Meðstjórnendur:

  • Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • Jón Geir Pétursson, dósent við Háskóla Íslands
  • Arnar Másson, formaður stjórnar Marels




Share by: