18. júni 2021
Sendum ykkur kæru lesendur inn í sumarfríið með ótal hugmyndum af hugvíkkandi sjálfbærni efni, en í júní leiðaranum leggur Hrund til fjölbreytt áhugavert efni til að auðga sumarfríið með.
“Sjálfbærni á nefnilega líka við um okkur sjálf. Hvað þá auðgandi sjálfbærni (e. regenerative sustainability) – það að næra meðvitað huga, hjarta og líkama reglulega til að mæta full af lífi, frjósamri hugsun og jafnvel sterkari en áður til leiks eftir sumarfrí.”
Þá kynnum við til leiks nýjan starfsmann, Maarit Kaipainen, en hún er gestapenni mánaðarins. Maarit er vandræðalega spennt og segir okkur frá grænu Monopoly, stóru skrefi Alþjóða orkustofnunar og endurnýttum nælonsokkabuxum.
Þá má í fréttabréfinu lesa um Nordic Circular Arena, Samfélagsskýrslu ársins og viðburði Festu.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is