27. janúar 2022
Aðildi 2022 ásamt Hrund Gunnsteinsdóttir frá Festu og Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur frá Össuri
Í upphafi árs 2021 setti Festa á laggirnar Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár. Markmiðið er að læra af leiðandi fyrirtækjum og stofnunum á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í íslensku atvinnulífi og nýta þekkinguna í verkefnum í námi.
Á árinu 2022 er Aðildi samstarfsverkefni Festu og Össurar, en Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á heilbrigðistæknisviði og var stofnaðili að Festu árið 2011. Össur hefur unnið markvisst að sjálfbærnis- og umhverfismálum allar götur síðan og náði þeim áfanga 2021 að verða kolefnishlutlaust
Á árinu 2022 eru 9 háskólanemendar þátttakendur í hóp Aðilda. Þetta eru nemendur sem hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu, spyrja gagnrýnið, heimspekilega og af erindi til þróunar í heiminum í dag
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is