14. 04 2021 - 11:00-12:00

Hver er lofts­lags­áhætt­an í þín­um rekstri?

@Rafrænn viðburður


Hvernig hafa áherslur í loftslagsmálum áhrif á uppgjör, getu fyrirtækja til að laða að sér fjárfesta og bæta kjör á lánum?




Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér tilmæli Task Force on Climate-related Financial Disclosure (TCFD) til að meta og greina frá sínum áhættum og tækifærum tengdum loftslagsmálum í sínum rekstri?

Festa, Marel og Íslandsbanki bjóða til rafræns morgunfundar þann 14. apríl klukkan 9:00. Á fundinum heyrum við frá ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra og sérfræðingum Íslandsbanka og Marels um áhrif og mat á loftslagsáhættu á rekstur fyrirtækja. 

Fáum innsýn í vegferð fyrirtækja og fjármálastofnana ásamt því að heyra frá ráðherra um áherslur hins opinbera þegar kemur að lögum og reglum um ársreikninga og upplýsingagjöf um loftslagsmál í dag og á komandi misserum.



Dagskrá:


  • Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir 


  • Fljúgum hærra – upplýsingagjöf og gagnsæi félag
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra


  • Hvernig hefur loftslagsáhætta áhrif á greiðslugetu fyrirtækja? – fjárfestar krefjast svara 
  • Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel segir frá vegferð Marels og hver viðbrögð fjárfesta hafa verið við þeirra áherslum í loftslagsmálum.


  • Hafa loftslagsmál áhrif á áhættustýringu?
  • Kristján Rúnar Kristjánsson forstöðumaður í áhættustýringu hjá Íslandsbanka fjallar það um hvernig bankinn leggur sífellt meiri áherslu á sjálfbærni og loftslagsáhættu í bæði lánveitingum og innra starfi



  • Panelumræður – spurningar “úr sal”
  • Þorsteinn Kári og Kristján Rúnar ásamt Hörpu Theodórsdóttur sérfræðing frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sitja fyrir svörum.
  • Tekið verður við spurningum “úr sal” frá fundargestum en einnig er velkomið að senda inn fyrirspurnir fyrirfram á festa@samfelagsabyrgd.is merkt “Panel – Loftslagsáhætta”


  • Samantekt fundarstjóra 


  • Opin fundur og öll velkomin
  • Fer fram yfir fjarbundarbúnaðinn Zoom – hlekkur hér
  • Skráðir fundargestir fá fundarhlekk sendan daginn fyrir viðburðinn
  • 14.apríl, 9:00 – 10:00


 The TCFD is committed to market transparency and stability. We believe that better   information will allow companies to incorporate climate-related risks and opportunities   into their risk management and strategic planning processes. As this occurs, companies’   and investors’ understanding of the financial implications associated with climate change   will grow, empowering the markets to channel investment to sustainable and resilient   solutions, opportunities, and business models.

Ítarefni tengt fundinum – hlekkir:




  • Reglugerð (ESB) 2019/2088 er mælir fyrir um samræmdar reglur fyrir aðila á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafa um gagnsæi að því er varðar samþættingu áhættu tengda sjálfbærni.


  • Reglugerð (ESB) 2020/852 kveður á um samræmdan ramma sem stuðlar að sjálfbærum fjárfestingum. Með reglugerðinni er komið á fót flokkunarkerfi með skilgreiningum á því hvað teljist sjálfbær atvinnustarfsemi. 




Share by: