16. 03 2022 - 12:00-13:00
Aðildarfélögum FESTU býðst aðgangur að rafrænum fundi og samtali um þessi mikilvægu mál.
Það eru mikilvægar breytingar á döfinni, ný lög sem varða sjálfbæran rekstur, fjármögnun fyrirtækja og starfsemi fjárfesta.
Innan tíðar verða lögfestar tvær nýlegar reglugerðir ESB; annars vegar um atvinnustarfsemi sem uppfyllir skilyrði til að teljast umhverfislega sjálfbær og hins vegar um upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði um umgjörð sjálfbærni í vörum þeirra. Fleiri reglur eru í farvatninu tengt sjálfbærum rekstri og ábyrgum fjárfestingum, svo sem varðandi upplýsingagjöf fyrirtækja og hlutverk fjárfesta sem eigenda.
Á Deiglufundum Festu kynnum við á klukkutíma málefni sem aðildarfélög okkar þurfa að vita af, því þau eru í hraðri þróun og hafa mikilvæg áhrif á reksturinn eða fela í sér mikilvæg tækifæri til markaðsforskots.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is