16. desember 2022
Nú er komið að síðasta fréttabréfi ársins 2022, sem hefur sannarlega verið viðburðarríkt ár í starfi Festu.
Í fréttabréfinu förum yfir árið og síðustu viðburði og kynnum jafnframt stærsta árlega viðburðinn okkar, Janúarráðstefnu Festu 2023!
Einnig eru tvær áhugaverðar aðsendar greinar sem við mælum með að þú lítir á.
Til að fyrirtæki geti náð kolefnishlutleysi er fyrsta skrefið að mæla beina og óbeina kolefnislosun. Til að skoða stöðuna hjá Íslenskum fyrirtækjum fór Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR í gegnum 88 íslenskar sjálfbærniskýrslur og kynnir niðurstöðurnar í greininni.
Í grein frá Kristjáni Már Sigurbjörnssyni, rannsóknarstjóra brandr, greinir hann frá því hvernig íslenskir neytendur skynja bestu íslensku vörumerkin (BÍV) út frá sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð og hvernig það tengist trausti. Gögnir eru sett í samhengi við 15 verðmætustu vörumerki í heimi.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is