18. 04 2023 - 13:00-14:00

Deiglufund­ur – Fjöl­breytt­ur og öfl­ug­ur mannauð­ur

@Rafrænn viðburður



Á deiglufundinum munum við á innsýn í þá löggjöf sem nú er í vinnslu hjá ESB og snýr að félagslegum þáttum í sjálfbærni vegferð fyrirtækja – EU Social Taxonomy. Þá heyrum við frá þeim tækifærum og úrræðum sem standa fyrirtækjum til boða þegar kemur að því að að ráða til sín einstaklinga með fötlun og/eða skerta starfsgetu.


Að lokum þá segja nokkur aðildarfélög Festu frá reynslu sinni og þekkingu þegar kemur að því að byggja upp fjölbreyttan og öflugan mannauð.


Hvernig getur atvinnulífið tekið virkan þátt í að byggja um samfélag þar sem allir einstaklingar hafa tækifæri til að dafna?


Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp og Arnar Sveinn Harðarson, lögmaður og fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu.

Dagskrá


  • Þýðing og áhrif væntanlegra reglna um félagslegt flokkunarkerfi ESB (EU Social Taxonomy)


  • Arnar Sveinn Harðarson  Lögmaður og fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu


Hver er staðan á félagslegum hluta nýrra sjálfbærnilaga ESB – EU Social Taxonomy? Hvenær munu þau taka gildi og hvaða áhrif munu þau hafa á íslensk fyrirtæki?

  • Viðhorf skipta máli. 


  • Sara Dögg Svanhildardóttir –Verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp 


Eru tækifæri fyrir öll til að dafna í íslensku atvinnulífi? Starfstækifæri fyrir fatlaða einstaklinga: hvaða úrræði eru í boði og hvernig geta fyrirtæki tekið fyrstu skrefin?

  • Reynslusögur frá aðildarfélögum Festu


  • Umræður þar sem fundargestir geta lagt fram spurningar eða sagt frá hvernig þau hafa nálgast þessi málefni í sínum rekstri


Share by: