29. mars 2023
Viðburðurinn Grænir styrkir voru haldnir á 23. mars af Grænvangi, RANNÍS, Festu, Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Á viðburðinum voru styrkir á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála kynntir auk þess gestum gafst tækifæri á að taka þátt í styrkjamóti og ræða við sérfræðinga.
Stærsta áskorun samtímans er að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og það nógu hratt til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun.
Ísland getur verið leiðandi á þessari vegferð og þá bæði vegna þess stóra hlutverks sem íslenskt hugvit spilar í baráttunni, sem er mun stærra en ætla mætti út frá stærð þjóðar og sem mikilvæg fyrirmynd fyrir önnur ríki. Á Íslandi hafa orðið til mikilvægar tæknilausnir á sviði loftslagsmála og við getum átt von á enn fleiri.
Til að ná slíkum markmiðum og hafa jákvæð áhrif verðum við að vinna saman. Aldrei áður hefur verið eins greitt aðgengi að fjármagni í græn verkefni, hvort sem er hérlendis eða erlendis frá og því til mikils að vinna að tengja saman viðeigandi aðila og beina góðum hugmyndum í réttan farveg, en var það einmitt markmið viðburðarins.
Um 120 mættu og yfir 100 fundir, á svokölluðu styrkjamóti, voru bókaðir. Ljóst er að þessi dagur skilaði grænum tengingum þvers og kruss.
Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu, sagði nokkur pepp-orð í upphafi fundarins:
„Það hefur aldrei verið jafn mikið fjármagn um allan heim sem er að leita af grænum verkefnum og grænum rekstri, hvort sem það er í hinu opinbera styrktarumhverfi eða fjárfestingarsjóðum og það á bara eftir að aukast með þeim lagabreytingum sem liggja fyrir, þar sem grænn rekstur og græn verkefni munu komast stigi ofar þegar kemur að fjármagni og fjármörgnun. Þessar lagabreytingar eru að þrýsta atvinnulífinu inn í mjög stórar breytingar.“
„Þurfum að brasa svolítið, verður smá vesen og þetta þarf að gerast allt alveg rosalega hratt.“
„Því hugmyndir sem breyta heiminum eru bæði praktískar og gerlegar og það skortir ekki fjármagnið.“
Við deilum síðan skemmtilegum lokaorðum fundarstjóra:
„Smá vesen. Seigla. Dark art. Bjóðum allar hugmyndir velkomnar. Spörum okkur sporin. Hröðum því að ná árangri. Markaðsaðgengi. Virkjum hugvitið. Byrjum í nærumhverfinu. Skeiðklukka.“
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is