18. maí 2021
Við kynnum með stolti heildstæðan fræðslupakka, ykkur til afnota og að kostnaðarlausu. Fræðslupakkann unnum við í góðum hópi sérfræðinga og fyrir styrk úr Loftslagssjóði (styrksnúmer: 200235-5801).
Á síðasta ári hlaut Festa styrk úr Loftslagssjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Styrkinn sótti Festu um í þeim tilgangi að útbúa fræðslupakka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að hefja sína vegferð í loftslagsmálum.
Nú hafa þau tól og tæki litið dagsins ljós og er það von okkar að þessi heildstæði fræðslupakki ásamt Loftslagsmæli Festu, www.climatepulse.is, geti nýst öllum þeim sem nú huga að sínum fyrstu skrefum í að móta sér loftslagsstefnu, mæla kolefnisspor og draga úr losun.
Kennslumyndband þar sem Sævar Helgi Bragason leiðir þig skref fyrir skref í gegnum notkun á Loftslagsmæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kolefnisspor og hvar nálgast þú þau?
Af hverju er mikilvægt að draga úr og mæla kolefnisspor frá rekstri og hvar byrjum við? Fræðslumyndband þar sem Festa fékk til liðs við sig sérfræðinga frá fimm ólíkum aðildarfélögum sínum sem lýsa í örfáum orðum sinni vegferð þegar kemur að því að setja sér stefnu í loftslagsmálum og mæla kolefnisspor frá rekstri.
Handbók fyrir smærri fyrirtæki – Stefnumótun í loftslagsmálum og mælingar á kolefnisspori. Hvar byrjar þú þína vegferð og hvernig tryggir þú að aðgerðir séu markvissar og skili árangri. Hnitmiðuð handbók sem er afar einföld í notkun.
Öll gögn fræðslupakkans og aðgangur að Loftslagsmæli Festu eru opin öllum og án endurgjalds.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir kom að vinnu fræðslupakkans með Festu og kunnum við henni okkar bestu þakkir. Myndbönd eru framleidd af Sahara og handbókin sett upp af Kolofon.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is