10. 11 2022 - 14:00-17:00

Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2022

@Háskóli Íslands


Árlegur Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram fimmtudaginn 10. nóvember kl 13:00-16:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Í ár eflum við fyrirtæki sem vilja ná fram kolefnishlutleysi í sínum rekstri fyrir árið 2030. 


  • 10.nóvember 13:00 – 16:00
  • Hátíðarsalur Háskóla Íslands
  • Boðið verður upp á léttar kaffi veitingar
  • Viðburðurinn er opinn fyrir öll.
  • Hvetjum gesti til að nýta sér almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta.


Loftslagsfundurinn verður nú haldinn í sjöunda sinn en viðburðurinn hefur skapað sér sess sem vettvangur til þess að kynnast nýungum og hagnýtum aðferðum í loftslagsmálum og hvernig borg og atvinnulíf geta tekið höndum saman.

Fundurinn var haldin í fyrsta sinn í kjölfar þess að rúmlega 100 forstjórar fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar þar sem þau settu það fram að þau myndu draga úr losun og úrgangi og birta opinberlega gögn um þá vegferð. 

Forstjórar 11 fyrirtækja undirrituðu Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjórar Festu í upphafi Loftslagsfundar 2021.

Þungamiðja fundarins í ár mun liggja í fræðsluerindum – en við leituðum til þeirra rúmlega 170 fyrirtækja/stofnanna sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsinguna við mótun fræðsluerinda ársins.

  • Til hvers og hvernig mælum við losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri?
  • Hvernig skilgreinum við kolefnishlutleysi í rekstri og hvaða skref þarf að taka til að ná því? 
  • Hvernig mælum við losun frá rekstri og virðiskeðju, setjum okkur markmið og aðgerðaáætlun?
  • Hvernig geta opinber útboð og innkaup stuðlað að kolefnishlutleysi? 
  • Hvað er í vændum fyrir fyrirtæki þegar kemur að úrgangsmálum og nýjum hringrásarhagkerfislögum?
  • Grípandi dæmisögur – Fyrirtæki sem færast markvisst í átt að kolefnishlutleysi

Fulltrúi ungmenna mun opna fundinn og setja tóninn með ávarpi sínu. Að því loknu tekur til máls Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, en hann mun dagana eftir fundinn sitja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, mun þá kynna hvað er framundan í leiðangri að kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. Tómas N. Möller, formaður Festu, lýkur svo fyrri hluta dagskrár með ávarpi

Dagskrá

  • Fundarstjóri: Nanna Elísa Jakobsdóttir viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins
  • Stefán Örn Snæbjörnsson, kjörinn Ungur umhverfissinni 2021 -2022 af Ungum umhverfissinnum
  • Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur
  • Tómas N. Möller formaður Festu
  • Kaffihlé 13:45 – 14:00
  • Kolefnishlutleysi í rekstri – hvað er það og hvernig forðumst við grænþvott? Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun
  • Opinber innkaup og útboð – hvernig geta áherslur og kvaðir í opinberum útboðum nýst í vegferðinni að kolefnishlutleysi?
    Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
  • Við höfum sett okkur markmið um kolefnishlutleysi – hvað erum við að gera?
    Dæmisögur fyrirtækja sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.
  • Science Based Targets Initiative aðferðarfræðin – Marel
    Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla


  • Kolefnishlutlaus framleiðsla og vottun frá B-corporation – 66° Norður
    Bjarney Harðardóttir, Head of Brand


  • Hvernig mælum við losun frá rekstri og virðiskeðju og setjum fram aðgerðaráætlun?
    Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri Vínbúðanna og fulltrúi í sérfræðingahóp um Loftslagsmæli Festu


  • Stóra og mikilvæga verkefnið – Innleiðum hringrásarhagkerfi. Úrgangsmál fyrirtækja.
    Freyr Eyjólfsson – verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu


  • Dæmisögur fyrirtækja sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.
  • Kolefnishlutleysi í steinsteypu – Hornsteinn
    Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála


  • Hlutverk stafrænnar þjónustu í átt að kolefnishlutleysi – Júní
    Guðmundur Sigurðsson, hönnunarstjóri


Áður en dagskrá hefst munu þau fyrirtæki sem hafa bæst við sem þátttakendur í Loftslagsyfirlýsingunni á árinu skrifa formlega undir ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjóra Festu. 

Hér má kynna sér hvað felst í yfirlýsingunni og bætast í þann hóp öflugra fyrirtækja sem hafa skrifað undir: Loftslagmarkmið – Festa (samfelagsabyrgd.is)

Loftslagfundur 2021. Myndir: Eggert Jóhannsson

Reykjavík hefur verið valin sem ein af 112 borgum í Evrópu til þess að vera sýnidæmi fyrir aðrar evrópskar borgir um það hvernig megi hraða vegferð að kolefnishlutleysi til ársins 2030. Sem kröftugt og framsækið atvinnulíf getum við stutt hvort annað á þeim leiðangri sem og deilt tólum/verkfærum og reynslu. 


Eins og síðasta ár þá tengjum við okkur við nóvember sjálfbærni viðburð Samtaka atvinnulífsins og EY á Íslandi, sem eru aðildarfélög okkar hjá Festu.

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins fer fram þann 23. nóvember og er opin öllum. Í ár er áherslan á virðiskeðjuna og þau áhrif sem starfsemi fyrirtækja hefur á mannréttindi þeirra sem koma að henni.



Allar nánari upplýsingar hér: Sjálfbærnidagur atvinnulífsins og EY (sa.is).



Share by: