10. 11 2022 - 14:00-17:00
Árlegur Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram fimmtudaginn 10. nóvember kl 13:00-16:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Í ár eflum við fyrirtæki sem vilja ná fram kolefnishlutleysi í sínum rekstri fyrir árið 2030.
Loftslagsfundurinn verður nú haldinn í sjöunda sinn en viðburðurinn hefur skapað sér sess sem vettvangur til þess að kynnast nýungum og hagnýtum aðferðum í loftslagsmálum og hvernig borg og atvinnulíf geta tekið höndum saman.
Fundurinn var haldin í fyrsta sinn í kjölfar þess að rúmlega 100 forstjórar fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar þar sem þau settu það fram að þau myndu draga úr losun og úrgangi og birta opinberlega gögn um þá vegferð.
Forstjórar 11 fyrirtækja undirrituðu Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjórar Festu í upphafi Loftslagsfundar 2021.
Þungamiðja fundarins í ár mun liggja í fræðsluerindum – en við leituðum til þeirra rúmlega 170 fyrirtækja/stofnanna sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsinguna við mótun fræðsluerinda ársins.
Fulltrúi ungmenna mun opna fundinn og setja tóninn með ávarpi sínu. Að því loknu tekur til máls Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, en hann mun dagana eftir fundinn sitja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, mun þá kynna hvað er framundan í leiðangri að kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. Tómas N. Möller, formaður Festu, lýkur svo fyrri hluta dagskrár með ávarpi
Áður en dagskrá hefst munu þau fyrirtæki sem hafa bæst við sem þátttakendur í Loftslagsyfirlýsingunni á árinu skrifa formlega undir ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjóra Festu.
Hér má kynna sér hvað felst í yfirlýsingunni og bætast í þann hóp öflugra fyrirtækja sem hafa skrifað undir: Loftslagmarkmið – Festa (samfelagsabyrgd.is)
Loftslagfundur 2021. Myndir: Eggert Jóhannsson
Reykjavík hefur verið valin sem ein af 112 borgum í Evrópu til þess að vera sýnidæmi fyrir aðrar evrópskar borgir um það hvernig megi hraða vegferð að kolefnishlutleysi til ársins 2030. Sem kröftugt og framsækið atvinnulíf getum við stutt hvort annað á þeim leiðangri sem og deilt tólum/verkfærum og reynslu.
Eins og síðasta ár þá tengjum við okkur við nóvember sjálfbærni viðburð Samtaka atvinnulífsins og EY á Íslandi, sem eru aðildarfélög okkar hjá Festu.
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins fer fram þann 23. nóvember og er opin öllum. Í ár er áherslan á virðiskeðjuna og þau áhrif sem starfsemi fyrirtækja hefur á mannréttindi þeirra sem koma að henni.
Allar nánari upplýsingar hér: Sjálfbærnidagur atvinnulífsins og EY (sa.is).
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is