23. 03 2023 - 10:00-17:00

Græn­ir styrk­ir
@Grand Hótel

Sameiginlegur viðburður Rannís, Grænvangs, Orkustofunar og Festu.

  • 23. mars 2023 í Háteig á Grand Hótel.



Kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála.


Styrkjamót tengir saman stuðningsumhverfi, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að auðvelda samstarf.

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið verða erindi aðstandenda viðburðar. Stuttar kynningar á helstu sjóðum og styrkjatækifærum sem standa Íslendingum til boða á þessu sviði taka við í bland við örsögur aðila sem hafa farsæka reynslu af því að sækja í sjóði vegna grænna verkefna. Að kynningum loknum tekur við Styrkjamót en þá geta þátttakendur bókað örfundi til að kynnast, fræðast og kanna möguleika á samstarfi í framtíðinni. Hér væri tilvalið að ræða ákveðna styrki við sérfræðinga eða kynna ný græn verkefni.

DAGSKRÁ


Fundarstjóri: Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk nýorka


08:30 Húsið opnar


09:00 Ávarp frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra


09:20 Erindi aðstandenda viðburðar og örerindi styrkþega


  • Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
  • Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
  • Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs
  • Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri, Festa
  • E1 – Hafrún Þorvaldsdóttir
  • Laki Power – Ósvaldur Knudsen
  • Gerosion – Kristján Friðrik Alexandersson


10.30 Kaffi


11:00 Kynningar á erlendum sjóðum


  • Horizon Europe – Kolbrún Bjargmundsdóttir, Rannís
  • Innovation Fund og Clean Energy Transition – Sigurður Björnsson, Rannís
  • LIFE – Gyða Einarsdóttir, Rannís
  • European Enterprise Network (EEN) – Katrín Jónsdóttir, Rannís
  • Uppbyggingarsjóður EES – Kolfinna Tómasdóttir, Rannís


12:00 Hádegisverður


13:00 Örerindi styrkþega og kynningar á innlendum sjóðum


  • Sidewind – María Kristín Þrastardóttir
  • Carbfix – Ragna Björk Bragadóttir


  • Orkusjóður – Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun
  • Innlendir sjóðir hjá Rannís – Kristín Hermannsdóttir, Rannís
  • Umsóknaskrif og þjónusta við umsækjendur – Rannís


14.30 Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 1,5 klst.


16:00 Léttar veitingar í lok dags



Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?


Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir ofl. sem:


  • leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála
  • bjóða lausnir á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála
  • vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun og/eða hugsanlegt samstarf


Allir geta séð alla þátttakendur og skráningar óháð því hvort viðkomandi

hafi skráð sig eða ekki.


Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, RANNÍS, Festu,

Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.


Nánari upplýsingar veita Kamma Thordarson á kamma@green.is og Gyða

Einarsdóttir á gyda.einarsdottir@rannis.is


Skráning


Share by: