04. 05 2022 - 10:30-14:30
Stefnumót fyrirtækja um nýsköpun og lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Taktu þátt í Loftslagsmóti þann 4.maí 2022 í Gullteig á Grand Hótel kl. 08:30-12:30.
Skráning er hafin: Loftslagsmót 2022 – Um Loftslagsmótið (b2match.io).
Loftslagsmót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örfundum. Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.
Þetta er í þriðja skiptið sem Loftslagsmótið fer fram og hefur það verið afar vel sótt, mótið er einstakt tækifæri til að para saman áskoranir og lausnir á vettvangi loftslagsmála. Í ár munum við bjóða upp á örerindi frá stuðnings og styrktarumhverfinu auk þess sem ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti.
Markmið viðburðarins eru að:
Skráðir þátttakendur geta í framhaldinu óskað eftir örfundum með öðrum þátttakendum á Loftslagsmótinu, þessi pörun fer fram á einfaldan máta á skráningarsíðu mótsins.
DAGSKRÁ
Nánari upplýsingar veita Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi (birta@green.is) og Katrín Jónsdóttir hjá RANNÍS (katrin.jonsdottir@rannis.is).
Lausnir geta verið á öllum sviðum sem snerta grænni rekstur, allt frá bættum aðferðum við flokkun, yfir í reiknivélar kolefnisspors, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, lágmörkun úrgangs, rafrænt bókhald, kolefnisbókhald, umhverfisstjórnun, vottaðar byggingar, nýsköpun, sjálfbærar fjárfestingar, og ráðgjöf í tengslum við hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni rekstri. Eins gefst þátttakendum kostur á því að eiga fundi við valda aðila úr stuðningsumhverfinu sem veita ráðgjöf varðandi styrkjamöguleika, nýsköpunarþróun og vaxtamöguleika á alþjóðavettvangi.
Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, Rannís og EEN í samstarfi við Festu og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is