10. 05 2022 - 13:00 - 14:00

Deiglufund­ur – fyrstu skref­in í átt að sjálf­bær­um rekstri

@Rafrænn viðburður



Festa býður aðildarfélögum sínum til rafræns Deiglufundar þann 10.maí kl: 11:00.



Það verða þær Dr. Snjólaug Ólafsdóttir sviðstjóri sjálfbærniráðgjafar hjá EY á Íslandi og Viktoría Valdimarsdóttir eigandi Ábyrgra lausna ehf sem taka á móti gestum og stýra fundinum. Eftir fræðandi erindi munu þær eiga samtal við fundargesti.

New Markviss og ígrunduð stefnmótun er þungamiðjan í fyrstu skrefunum í átt að sjálfbærni í rekstri og virði góðrar sjálfbærnistefnu liggur ekki eingöngu í upplýsingamiðlun útávið heldur styður hún einnig við alla stefnumótun fyrirtækisins og getu þess til að ná árangri á öllum sviðum. Grunnurinn að stefnunni liggur þá í markvissum greiningum á rekstrinum og umhverfinu og virku samtali við hagaðila.

Á fundinum munum við einblína á fyrstu skrefin þegar kemur að þvi að byggja upp sjálfbæran rekstur: hvernig tengjum við sjálfbærnistefnu og verkefni við kjarnastarfsemina, hvernig fáum við allt starfsfólk með okkur í lið og byggjum upp vinnustaðamenningu sem styður við sjálfbærni vegferðina og hvaða greiningar þurfum við að ráðast í til að geta sett okkur markmið og stefnur þegar kemur að sjálfbærni?


  • Fundurinn er eingöngu opinn fyrir aðildarfélög Festu, en engin takmörk eru á fjölda fulltrúa frá hverju aðildarfélagi.


  • Skráning er nauðsynleg og fá skráðir fundargestir sendan zoom hlekk daginn fyrir fund ( vinsamlegast athugið að hann getur mögulega lent í “spam” möppu)




Share by: