08. 03 2023 - 15:00-16:00

Deiglufund­ur – Yf­ir í lág­kol­efn­is­hag­kerfi

@Rafrænn viðburður


Stökk úr markmiðum í aðgerðir hvernig getum við farið frá markmiðum yfir í aðgerðir þegar kemur að lágkolefnishagkerfinu?


Sjálfbærni ráðgjafar frá KPMG mun kynna fyrir okkur skýrsluna:Kolefnishlutleysi – Stökk úr markmiðum í aðgerðir, sem snýr að því hvernig við setjum upp markvissa aðgerðaráætlun í átt að kolefnishlutleysi í rekstri. Aðgerðir sem snúa að því sem við gerum áður en komið er að því að kaupa vottaðar einingar til kolefnisjöfnunar eins og farið var í á síðasta deiglufundi.



Hverja þurfum við að fá með okkur í þá vinnu, hver er ávinningurinn og hvaða tól og staðlar geta nýst okkur?


Dagskrá:


  • Anna-Bryndís Zingsheim, umhverfishagfræðingur og sjálfbærni ráðgjafi, kynnir helstu atriði skýrslunnar. Skrefin sem þarf að taka til að stefna í átt að kolefnishlutleysi og hvernig eigi að taka stökkið úr markmiðum í aðgerðir.


  • Dr. Kevin Dillman, umhverfis- og auðlindafræðingur og sjálfbærniráðgjafi, dregur fram áhugaverð dæmi um vegferð fyrirtækja í átt að lágkolefnahagkerfi. Hvað hefur reynslan kennt og hvaða tæki og tól hafa reynst vel?



  • Þá munu tvö ólík aðildarfélög Festu segja frá sinni vegferð, hvað hefur reynst vel og hverjar hafa verið áskoranirnar?
  • Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun
  • Guðmundur Halldórsson framkvæmdarstjóri Te og Kaffi


Anna-Bryndís Zingsheim og Dr. Kevin Dillmann

  • Deiglufundir eru eingöngu opnir fyrir aðildarfélög Festu


  • Engin takmörk eru á fjölda fulltrúa frá hverju aðildarfélagi



  • Fjarfundarhlekkur er sendur á skráða fundargesti degi fyrir fund


Athugið að upphaflegum fundartíma hefur verið breytt og byrjar fundurinn kl 14:00

Share by: