25. 10 2022 - 13:00-14:00
Undanfarið ár hefur ítarleg vinna verið unnin á vettvangi Staðlaráðs Íslands þar sem helstu sérfræðingar og hagsmunaaðilar í þessum geira hafa komið sér saman um kerfi til að unnt sé að sannreyna kolefnisjöfnun. Um tímamótavinnu er að ræða sem vakið hefur athygli út fyrir landssteinana. Ekki er um séríslenskt fyrirbæri að ræða heldur er byggt á alþjóðlegum viðmiðum og kröfum sem stór verkefni erlendis hafa stuðst við auk viðurkennds, alþjóðlegs ISO staðals.
Staðlaráð Íslands hefur nú gefið út afrakstur vinnunnar út sem tækniforskrift sjá hér: Tækniforskrift um kolefnisjöfnun gefin út (stadlar.is).
Skjalið er viðbót við ISO 14064 staðalinn sem fjallar um kröfur til fyrirtækja og stofnana um loftslagsbókhald og svo kröfur til loftslagsverkefna. Nauðsynlegt var að gera þessa viðbót í formi tækniforskriftar til þess að styðja við uppbyggingu trúverðugs kolefnismarkaðar.
Fyrirtæki og loftslagsverkefni munu nú geta fylgt stöðluðum kröfum og viðmiðum til að kolefnisjafna sinn rekstur með trúverðuglegum hætti og/eða framleiða raunverulegar og vottaðar kolefniseiningar sem uppfylla alþjóðlegar kröfur og hægt er að selja.
Á fundinum munum við kynna okkur tækniforskriftina og mikilvægi þess að vanda til verka þegar hugað er að kolefnisjöfnun:
Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Gunnar Sveinn Magnússon
Gunnar Sveinn Magnússon er yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte á Íslandi og hluti af stjórnendateymi félagsins á Norðurlöndum.
Hann hefur mikla reynslu af sjálfbærnistefnumótun, kolefnismörkuðum, sjálfbærum fjármálum, staðfestingarvinnu og ESG áreiðanleikakönnunum og hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum landsins á þessu sviði. Gunnar er jafnframt í stjórn Loftslagsskrár Íslands og kom að stofnun skrárinnar árið 2021
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is