21. 10 2021 - 16:00-18:00
Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við Bresk íslenska viðskiptaráðið, Reykjavíkurborg, Grænvang, Samtök iðnaðarins og Festu – miðstöð um sjálfbærni til viðburðarins: Kapphlaup að kolefnishlutleysi.
Boðið verður upp á ólík erindi sem snúa að því hvernig fyrirtæki geta auðveldlega unnið að því að ná fram kolefnishlutleysi í rekstri.
15:00 – hlé og léttar veitingar
Móttaka í boði Breska sendiráðsins á Íslandi
Fundarstjóri: Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins
Kapphlaup að kolefnishlutleysi (e. Race to Zero) – er alþjóðlegt átak á vegum meðal annars Sameinuðu þjóðanna. Markmið þess er að styðja fyrirtæki, borgir, fjárfesta og aðra til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og fylkja liði til að ná fram samræmdum markmiðum um kolefnishlutleysi.
Viðburðurinn er hluti af fundaröð sem miðar að því að tryggja að þú og þitt fyrirtæki getið verið með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun tengda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow 1-12 nóvember.
Ekki missa af eftirfarandi viðburðum. Þeir verða báðir í opnu streymi og opnir öllum.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is