26. 02 2021 - 14:00-15:00

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar – und­ir­rit­un

@Rafrænn viðburður


Þann 26.febrúar næstkomandi munu fyrirtæki og stofnanir Sveitarfélagsins Hornafjarðar undirrita Loftslagsyfirlýsingu Festu og sveitarfélagsins við hátíðlega athöfn sem fram fer í Nýheimum. Streymt verður beint frá athöfninni – nálgast má hlekk á beint streymi hér.

Loftslagsverkefni Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar er ætlað að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að setja sér markmið um loftslagsmál, framkvæma aðgerðir þar af lútandi, mæla árangur þeirra og birta markmið og niðurstöður.

Loftslagsyfirlýsingin er þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir 100 fyrirtækja og stofnanna í aðdraganda Parísarsáttmálans. Yfirlýsingin vakti athygli á alþjóðavettvangi, en hún snýr að skuldbindingu undirritunaraðila til að: draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og úrgangi, mæla losun og birta þær niðurstöður.

Á viðburðinum verður einnig kynnt ný stefna fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð sem leggur áherslu á innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna ásamt því að frumsýnt verður myndband um umhverfivænar áherslur sveitarfélagsins.

Þá munum við hjá Festu nýta þetta hátíðlega tilefni og kynna efni sem styður við og auðveldar notkun á Loftslagsmæli Festu.
  • Staðsetning: Nýheimar á Höfn í Hornafirði, vegna samkomutakmarkanna er viðburðurinn eingöngu opin fyrir undirskriftaraðila


  • Tímasetning: 26.febrúar 13:00 – 14:00



Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt af aðildarfélögum Festu.




Share by: