26. 01 2023 - 14:00-18:00
Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!
Einstakt tækifæri til að kynnast merkilegum frumkvöðli og brautryðjanda.
Friðrik er verkfræðingur, uppfinningarmaður og hugsuður sem vinnur að lausnum sem leysa sumar af stærstu áskorunum samtímans eins og plastmengun, eyðimerkurmyndun og hlýnun jarðar. Hann er meðstofandi Carbon Recycling International (CRI), sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á grænni efnavöru og metanóli með endurnýtingu á koltvísýringi. CRI opnaði nýverið í Kína stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum í dag.
Á ráðstefnunni mun Friðrik segja okkur frá tilurð CRI og fyrirtæki sínu sem snýr eyðimerkurmyndun yfir í blómstrandi vistkerfi og framleiðir meðal annars umhverfisvænar flöskur fyrir stærstu gosframleiðendur heims, náttúruvænar líkkistur og ker.
Friðrik hefur sameinað sérfræðinga á ýmsum sviðum undir nýsköpunarverkefnum sem ná langt út fyrir landsteinana. Friðrik hugsar um lausnir á einstakan hátt og mun því eflaust veita gestum innblástur. Um er að ræða einstakt tækifæri til að kynnast þessum merkilega brautryðjanda.
Brot úr einstaklega þéttri og áhugaverðri dagskrá í ár:
Auðveldarar umræðustofanna (e. facilitators) Margrét Ormslev, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Tómas N. Möller
Við leggjum áherslu á að gestir taki með sér praktíska og haldgóða þekkingu á stórum breytingum framundan og gríðarlega spennandi tækifærum á sviði sjálfbærni og hringrásar. Við bjóðum upp á þrjár umræðustofur / breakout rooms þar sem við ræðum það sem er að gerast á eftirfarandi sviðum:
Í hverri umræðustofu verður 4 manna panell sem setur tóninn fyrir umræðuna út frá ólíkum sjónarhornum áður en gjöfular og frjóar umræður taka við í herberginu. Með miðakaupunum fylgir hlekkur þar sem gestir velja sér umræðustofu til þess að taka þátt í.
Að formlegri dagskrá lokinni munum við blása til gleðistundar og bjóða upp á veitingar í boði styrktaraðila ráðstefnunnar.
Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakonan á bakvið teikningarnar sem notaðar eru í kynningarefni fyrir Janúarráðstefnuna.
Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is