15.05.23
Við kynnum með miklu stolti, nýja og uppfærða heimasíðu Festu, unna í samstarfi við Sahara. Síðan ber nýtt, viðeigandi lén - www.sjalfbaer.is.
Heimasíða Festu er þungamiðjan í allri upplýsingagjöf okkar og leggjum við því mikið upp úr því að þar sé hægt að nálgast allar upplýsingar um starfsemi félagsins og ekki síður efni og leiðarvísa sem styðja fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að sjálfbærni í rekstri.
Á þessari nýju heimasíðu hafa verkefni Festu verið flokkuð eftir þremur stoðum sjálfbærni, fólk, jörð og hagsæld og leiðarvísir Festu hefur einnig verið tengdur við þessa flokka. Þá hefur viðburðarsíðan fengið nýtt og ferskt útlit. Og margt fleira!
Netföng starfsfólks Festu hefur einnig fengið nýtt lén, @sjalfbaer.is.
Skoðið, vafrið og njótið!
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is