04. 10 . 2023 - 11:00-12:00
Festa býður aðildarfélögum til Deiglufundar þann 4. október og þar munum við taka fyrir mál málanna um þessar mundir: Líffræðilega fjölbreytni.
Nýr vegvísir kynntur
Á fundinum munum við kynna fyrir ykkur nýjan Vegvísi sem Festa hefur unnið að á síðustu mánuðum sem snýr að hlutverki atvinnulífsins þegar kemur að því að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Að þeirri vinnu kom stór og fjölbreyttur hópur sérfræðinga úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.
Á fundinum, sem er rafrænn og opin öllum aðildarfélögum Festu, munum við heyra frá sérfræðingum sem vinna að þessum málefnum í atvinnulífinu og á vettvangi Náttúrufræðistofnunar.
Á fundinum munum við meðal annars ræða:
Fundinum verður stýrt af Rakel Sævarsdóttur sem situr í stjórn Festu og hefur stýrt þessari vinnu fyrir hönd félagsins. Að loknum erindum mun svo gefast gott tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.
Framsögufólk fundarins að þessu sinni eru:
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is