31.10.2023 - 09:00-10:30

„Er þetta þess virði?“ – sjálfbærnilöggjöf – áskoranir og reynslusögur


Stórar innleiðingar eru framundan hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærnireglugerðum. Þetta hefur verið mikið í deiglunni hjá Festu samfélaginu undanfarin misseri og veitir því ekki af því að kafa enn frekar ofan í þessi mál á rafrænum Deiglufundi 31. október sem faghópur um sjálfbæra þróun hjá Stjórnvísi og Festa halda saman.


Með okkur til halds og trausts höfum við fengið nokkra reynslubolta til þess að segja frá reynslu sinni við innleiðinguna og ræða helstu áskoranirnar.


Reglugerðinar sem um ræðir eru:

  • Lög 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Tóku gildi 1. júní


  • Reglugerð EU/2019/2088 SFDR (Sustainable Financial Disclosure Reglulation) sem varðar aðila á fjármálamarkaði (gildir fyrir banka, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingarfélög)


  • Reglugerð EU/2020/852 EU Taxonomy - flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar sem skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja.




Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu verður fundarstjóri og mun Tómas N. Möller, stjórnarformaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna opna viðburðinn.


Reynsluboltarnir í innleiðingarferlinu verða Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri OR, Agla Huld Þórarinsdóttir, sjálfbærnisérfræðingur Eimskips og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sjálfbærnistjóri Íslandsbanka.


Þetta verður praktískur fundur. Við ætlum við að fara yfir stöðuna, spyrja spurninga og reyna svara því hvort að þetta sé þess virði.


Hlökkum til að taka á móti ykkur við skjáinn!

[14:12] Harpa  Júlíusdóttir

Fundurinn er opinn fyrir meðlimi Stjórnvísi og aðildarfélög Festu og skráning fer fram á síðu Stjórnvísi.




Share by: