17. 10 2023 - 18. 10. 2023 - 10:00-17:00

Nordic Circul­ar Summit 2023

@Gróska



Nordic Circular Summit, stærsta hringrásarráðstefna á Norðurlöndunum, fer fram í Reykjavík og á netinu dagana 17.-18. október 2023.


Báðum dögum ráðstefnunnar verður streymt í gegnum netið og er aðgangur frír og opinn fyrir öll.


Fyrri dagurinn, 17. október verður haldinn í Grósku.


Við eigum enn nokkra miða fyrir þau sem vilja mæta á staðinn 17. október - hafðu samband við okkur í gegnum festa@sjalfbaer.is ef þú hefur áhuga!


✨ Þemað í ár er mannlegi þátturinn 

Hringrásarhagkerfið þarf að skila réttlátu samfélagi fyrir öll.


Hvernig nýtum við umskiptin yfir í hringrás til þess að auka jafnrétti og til að byggja upp framtíðarhæf samfélög og atvinnugreinar? 


Ráðstefnan, sem er nú haldin í fjórða sinn, mun innihalda erindi og umræður um náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarsamfélög, efnisflæði og virðiskeðjur, auðgandi viðskiptamódel, viðskipti og fjármál, orku og auðlindir, mannvirkjagerð, hringrásaraðgerðaráætlanir og margt fleira!


DAGSKRÁ


Nánari upplýsingar um hvern og einn viðburð má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar.


17. október 09:00-16:15

09:00-10:00 - Skráning og morgunkaffi

10:00-12:00 - Aðalrými

12:00-13:00 - Hádegishlé

13:00-14:15

14:15-14:45 - Hlé

14:45-15:30

15:45-16:15 - Hlé

15:45-16:15 - Aðalrými


18. október - aðeins í streymi

Fjölmargir spennandi og fjölbreyttir hliðarviðburðir haldnir af fyrirtækjum, stofnunum og samtökum.


Nordic Circular Summit er haldið af Nordic Circular Hotspot og Nordic Innovation. Festa er hluti af NCH, sem er helsti hringrásarvettvangurinn á Norðurlöndunum. 

Á heimasíðu ráðstefnunnar er hægt að skrá rafræna þáttöku og fylgjast með nýjustu fréttum.


Share by: