„Starfsár Festu 2024 hófst með krafmikilli Janúarráðstefnu þar sem fókus var settur á hugrekki leiðtoga til að taka af skarið í sjálfbærnimálum og mikilvægi þess að sýna seiglu frammi fyrir langtímamarkmiðum. Þjóðþekktir einstaklingar stigu á svið í vel heppnuðum nýjum dagskrárlið sem kallaðist Trúnó og ræddu opinskátt um það hvernig hraða megi sjálfbærnivegferð íslensks samfélags. Auk þess var fókusað á félagslegan þátt sjálfbærni og átti það eftir að vera ákveðið þema í áherslum Festu á árinu.
Fjölbreytt flóra nýrra aðildarfélaga bættist við á árinu sem sýnir glöggt hve víða þræðir sjálfbærni liggja. Þeirra á meðal voru ÖBÍ og Vinnumálastofnun og héldu þessi tvö aðildarfélög sameiginlegan Tengslafund þar sem meðal annars inngildingarverkefnið UNNDIS var kynnt. Í verkefnastarfi Festu var lögð áhersla á að lyfta upp öllum þremur stoðum sjálfbærni og í því skyni var gengið til samstarfs við Landlæknisembættið um skipulagningu Velsældarþings sem haldið var í júní 2024. Í samstarfi við öflugan vinnuhóp frá aðildarfélögum Festu var þar að auki vinnu við gerð vegvísis um félagslega sjálfbærni hrint af stað. “