Þræðir sjálfbærni liggja víða


Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Tómas N. Möller, formaður

„Starfsár Festu 2024 hófst með krafmikilli Janúarráðstefnu þar sem fókus var settur á hugrekki leiðtoga til að taka af skarið í sjálfbærnimálum og mikilvægi þess að sýna seiglu frammi fyrir langtímamarkmiðum. Þjóðþekktir einstaklingar stigu á svið í vel heppnuðum nýjum dagskrárlið sem kallaðist Trúnó og ræddu opinskátt um það hvernig hraða megi sjálfbærnivegferð íslensks samfélags. Auk þess var fókusað á félagslegan þátt sjálfbærni og átti það eftir að vera ákveðið þema í áherslum Festu á árinu.  




Fjölbreytt flóra nýrra aðildarfélaga bættist við á árinu sem sýnir glöggt hve víða þræðir sjálfbærni liggja. Þeirra á meðal voru ÖBÍ og Vinnumálastofnun og héldu þessi tvö aðildarfélög sameiginlegan Tengslafund þar sem meðal annars inngildingarverkefnið UNNDIS var kynnt. Í verkefnastarfi Festu var lögð áhersla á að lyfta upp öllum þremur stoðum sjálfbærni og í því skyni var gengið til samstarfs við Landlæknisembættið um skipulagningu Velsældarþings sem haldið var í júní 2024. Í samstarfi við öflugan vinnuhóp frá aðildarfélögum Festu var þar að auki vinnu við gerð vegvísis um félagslega sjálfbærni hrint af stað. “

Lesa ávarp

Festa í hnotskurn

Festa – miðstöð um sjálfbærni er sjálfstæður vettvangur sem miðar að því að flýta fyrir þróun í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbæru atvinnulífi. Einu hagsmunir Festu eru sjálfbærni, sem þýðir að öll starfsemi félagsins beinist að því að ryðja veginn fyrir fyrirtæki og stofnanir við að samþætta sjálfbærni í rekstur og stefnu. 
 
Festa heldur fjölda viðburða á ári fyrir aðildarfélög sín og aðra hagaðila. Árið 2024 stóð Festa fyrir fjölbreyttum ráðstefnum, tengslafundum, fræðslumorgnum og málstofum um sjálfbærni í samstarfi við fyrirtæki, stjórnvöld og samtök.  
 
Fyrir utan kjarnastarfsemi félagsins hélt Festa áfram að láta til sín taka í opinberri umræðu. Á árinu birtust fjölmargar fréttir og greinar tengdar verkefnum Festu, bæði í innlendum fjölmiðlum og í fréttabréfi félagsins. 

Annað sem stóð upp úr


  • Málþing í fyrsta sinn fyrir stjórnir og framkvæmdastjórnir 
  • Hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála og um nýsköpun á sviði sjálfbærni með Creditinfo 
  • Sjálfbærniskólinn með Opna háskólanum settur á fót haustið 2024 
  • Vinna að vegvísi um félagslega sjálfbærni sett í gang 
  • Samstarfsaðilar Velsældarþings í Hörpu og Alþjóðlega hamingjudagsins 
  • Uppselt á Janúarráðstefnu Festu - stærsta árlega viðburð landsins á vettvangi sjálfbærni


Aðildarfélög

Aðildarfélög Festu eru kjarninn í okkar starfi. 27 félög bættust í hópinn á árinu og voru þau 195 í lok árs.



„Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum.“



Verkefni Festu


  • Ungmennaspjall með Katie Hodgetts
  • Janúarráðstefna Festu 2024 – „Við skrifum mannkynssöguna“
  • Hringborð sjálfbærnileiðtoga
  • Nýjar kröfur í upplýsingagjöf um náttúru og lífríki með Svarma
  • Náttúrunæring “LabbRabb”
  • Velsældarþing í Hörpu
  • Hamingja unga fólksins
  • Sjálfbærar fjárfestingar með Sjávarklasanum

Deiglufundir

  • Tvöföld mikilvægisgreining
  • Stefnumótun og samskipti
  • Hringrásarhagkerfið
  • Science Based Targets
  • Sjálfbærnivottanir og staðlar
  • Virðiskeðja og umfang‑3 losun

Tengslafundir

  • Deloitte
  • Isavia
  • Controlant
  • ÁTVR
  • ÖBÍ & Vinnumálastofnun
  • Össur/Embla Medical
  • KPMG
  • COWI
Nánar um viðburði Festu á árinu

Miðlun

Festa um víðan völl
 
Auk eigin viðburða mættu fulltrúar Festu reglulega sem fyrirlesarar eða þátttakendur á viðburðum annarra. Þátttaka Festu á slíkum vettvangi styrkir tengslin út á við og eykur sýnileika félagsins sem leiðandi afl í sjálfbærnimálum á Íslandi.


Festa var með einhvernskonar erindi eða átti sæti í pallborði á 31 viðburði á árinu. 
 

Listi yfir þátttöku Festu í ýmsum viðburðum

Á árinu 2024 sendi Festa út regluleg fréttabréf til félagsmanna og annarra áhugasamra. Alls voru fréttabréfin níu talsins á árinu, jafnan send í byrjun mánaðar eða undir lok mánaðar. Í fréttabréfunum er farið yfir liðna viðburði og kynnt það sem er framundan, auk þess sem þar birtust ýmsar greinar og pistlar. Í fréttabréfunum eru jafnan fréttir af verkefnum aðildarfélaga, alþjóðlegum fréttum úr sjálfbærniheiminum og tilkynningar, t.d. umsóknarfresti í sjóði eða verðlaun tengd sjálfbærni. Áskrifendum að fréttabréfinu fjölgaði jafnt og þétt á árinu sem sýnir vaxandi áhuga og notagildi þessarar miðlunar. Um 1300 áskrifendur voru að fréttabréfinu í lok árs.


Starfsemi Festu og fulltrúar þess komu víða við sögu í innlendum fjölmiðlum 2024. 




Festa efldi enn frekar nærveru sína á samfélagsmiðlum á árinu. LinkedIn-síða Festu var mjög virk með vikulegum uppfærslum um viðburði og áhugaverðar sjálfbærnifréttar og -greinar. Facebook-síða og Instagram voru notaðar til að deila myndum og stuttum sögum úr starfinu. Þessi fjölbreytta netmiðlanotkun Festu tryggir að helstu skilaboð nái til breiðs hóps, bæði yngri og eldri markhópa. Alls á Festa 8434 fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Kjölfestur

Til að efla starfsemina enn frekar hafa nokkur aðildarfélög, svokallaðar Kjölfestur, stutt sérstaklega við störf Festu sl. ár. Kjölfestuaðild felur í sér sérstakt framlag (1 millj. kr. á ári) til viðbótar við venjulegt árgjald. Kjölfestur styðja þannig markvisst við kraftmeiri uppbyggingu Festu á áratug aðgerða 2020-2030. 

 

Á árinu 2024 voru eftirfarandi aðilar Kjölfestur Festu: Arion banki, Deloitte á Íslandi, Festi, KPMG á Íslandi, Landsbankinn, Landsvirkjun og Ölgerðin. 

 

Framlag þeirra hefur m.a. gert Festu kleift að hrinda af stað nýjum verkefnum (t.d. þróun nýrra vegvísa) og styrkja innviði félagsins. 


Stjórn, starfsfólk og aðsetur 

Á aðalfundi Festu í apríl 2024 var kjörin ný stjórn fyrir starfsárið 2024-2025. Þar voru endurkjörnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára kjörtímabils: Aðalheiður Snæbjarnardóttir frá Landsbankanum, Rakel Eva Sævarsdóttir frá Trail sjálfbærniráðgjöf og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir frá Ölgerðinni (kjörtímabil 2024–2026). Stjórn Festu fyrir starfsárið 2024–2025 samanstendur af átta öflugum fulltrúum úr atvinnulífinu. Tómas N. Möller frá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna sat áfram sem formaður stjórnar (kjörtímabil 2023–2025), Arnar Másson frá Marel (2023–2025), Aðalheiður Snæbjarnardóttir frá Landsbankanum (2024–2026), Bryndís Björk Ásgeirsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík (2023–2025), Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir frá Ölgerðinni (2024–2026), Rakel Eva Sævarsdóttir frá Trail sjálfbærniráðgjöf (2024–2026), Kolbeinn Hilmarsson frá Svarma (2023–2025) og Þórólfur Nielsen frá Landsvirkjun (2023–2025). 


Hér er vert að nefna að Tómas lætur af formennsku vorið 2025 eftir ómetanlegt framlag til Festu síðan 2019 –  Tómasi eru færðar sérstakar þakkir fyrir leiðtogahlutverkið.

Starfsmenn Festu voru fjórir í lok árs 2024. Elva Rakel Jónsdóttir gegnir starfi framkvæmdastýru og stýrir daglegu starfi af krafti. Harpa Júlíusdóttir gegnir hlutverki verkefnastjóra Festu og Ísabella Ósk Másdóttir samskiptastjóra. 


 


Kristinn Már Hilmarsson sem ráðinn var nýr sérfræðingur í sjálfbærni í apríl. Kristinn er fjórði starfsmaður Festu og kom frá Umhverfisstofnun með sérþekkingu í losunarbókhaldi.  


 


Festa hefur aðsetur í Háskólanum í Reykjavík og hefur haft þar skrifstofu frá stofnun félagsins. Festa kann Háskólanum í Reykjavík allra bestu þakkir fyrir að hýsa skrifstofur Festu og veita félaginu bæði aðstöðu og tækniaðstoð endurgjaldslaust. 

Samstarfsaðilar

Á árinu 2024 hélt Festa áfram góðu samstarfi við ýmsa aðila. 

Sjávarklasinn 

  

Festa og Sjávarklasinn gerðu með sér samstarfssamning í júní. Í samningnum felst viljayfirlýsing beggja félaga um að vinna saman að verkefnum tengdum sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu. 


Á myndinni eru Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. 


 


Stofnfundur klasa á Íslandi 

 

Í október voru stofnuð Samtök klasa á Íslandi (e. Cluster of Iceland). Að samtökunum standa fulltrúar frá 11 mismunandi klasaframtökum, klasaverkefnum og samstarfsnetum. Tilgangur samtakanna er fyrst og fremst að efla íslenskt atvinnulíf með öflugu neti klasa sem stuðlar að samstarfi, nýsköpun og sjálfbærri þróun. Ferðaklasinn, Sjávarklasinn, Orkuklasinn, Festa, Fjártækniklasinn, Álklasinn, Fæðuklasinn, Heilsutækniklasinn, Eimur, Georg og Reykjanesklasinn. 



Share by: