Um Festu
Við höfum verið leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku atvinnulífi síðan 2011.
Festa er brúarsmiður og leiðarljós þegar kemur að því að auka þekkingu á sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda.
Festa eykur vitund í samfélaginu og hvetur til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrirtæki, sveitafélög, stofnanir og einstaklinga sem vilja vera leiðandi á sviði sjálfbærni.
Tæplega 200 framúrskarandi fyrirtæki, sveitafélög og stofnanir mynda samfélag Festu.
Markmið okkar er að hafa auðgandi áhrif á umhverfi og samfélag. Festa - miðstöð um sjálfbærni eru frjáls félagasamtök þar sem einu hagsmunir eru sjálfbærni.
Við sköpum aðildarfélögum fjölbreyttan samvinnuvettvang til að mæta kröfum og grípa tækifæri sem bíða okkar í sjálfbærnimálum.
Festa heldur fjölda viðburða á ári um sjálfbærni í samstarfi við aðildarfélög, hagaðila, stjórnvöld, háskóla og ýmis samtök. Festa stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum, fundum, hvatningarverkefnum og ráðstefnum. Markmiðið er — að efla getu fyrirtækja og hverskyns skipulagsheilda til að vera framúrskarandi á sviði sjálfbærni.
Festa fylgist með leiðandi straumum og stefnum út í heimi og leitast eftir því að færa íslensku samfélagi viðeigandi upplýsingar.
Tengslafundir hafa verið hluti af starfi Festu í fjölda ára. Á Tengslafundi býður eitt aðildarfélag í einu hinum aðildarfélögum í heimsókn þar sem gestgjafinn deilir sinni þekkingu, reynslu og áskorunum þegar kemur að sjálfbærum rekstri. Á Tengslafundunum skapast ávallt áhugaverðar umræður og út frá þessum vettvangi myndast verðmæt sambönd.
Við höldum reglulega rafræna fundi þar sem við tæklum málefni sem eru viðeigandi og aðkallandi í heimi sjálfbærni. Við ræðum það sem er í deiglunni – og því köllum köllum við þessa fundi Deiglufundi. Aðildarfélög Festu eru í hlutverki fræðara og deila sinni sérfræðiþekkingu til hinna um viðeigandi málefni.
Janúarráðstefna Festu er mikilvægasti viðburður Festu og stærsti árlegi sjálfbærniviðburður á Íslandi. Þemað fer ávallt eftir því sem er mest aðkallandi í heimi sjálfbærni. Síðustu ár hefur verið uppselt á ráðstefnuna.
Festa býður upp á ómetanlegt tengslanet leiðandi aðila á sviði sjálfbærni. Festa hefur því bein áhrif á samkeppnishæfni og sjálfbærni í íslensku samfélagi.
Festa var stofnuð árið 2011 af Íslandsbanka, Landsbankanum, Landsvirkjun, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Símanum og Össuri. Markmið með stofnun miðstöðvarinnar var að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og efla getu fyrirtækja til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti.
Festa er aðili að UN Global Compact og CSR Europe, sem eru Evrópusamtök miðstöðva um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Þá er Festa einn af stofnaðilum Nordic Circular Hotspot.
Stjórn Festu samþykkti uppfærða stefnu haustið 2024. Hana má lesa hér.
Samkvæmt samþykktum Festu, er tilgangur félagsins að auka þekkingu á ábyrgð skipulagsheilda til að stuðla að sjálfbærni í starfsemi sinni og hjálpa þeim við að tileinka sér starfshætti sem stuðla að sjálfbærni. Félagið vinnur að tilgangi sínum með fjölbreyttri starfsemi, svo sem upplýsingagjöf á vefsíðu félagsins, ráðstefnu- og fundarhaldi, virkum samskiptum við aðildarfélög og þátttöku í opinberri umræðu, til að efla samskipti, samstarf og fræðslu um sjálfbærni. Aðildarfélög í Festu samþykkja siðareglur Festu sem kveða á um ástundun ábyrgrar starfsemi og að aðildarfélög gefi rétta mynd af samfélagsábyrgð sinni.
Komi upp alvarlegar ábendingar um brot á siðareglum Festu eiga stjórnendur Festu samtal við stjórnendur viðkomandi félags. Þar er farið yfir tilgang og siðareglur Festu. Komi fram að um brot sé að ræða segir aðildarfélagið frá áætlunum um að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir að slík mistök eða brot eigi sér stað aftur. Ákveðin er tímarammi fyrir slíkar aðgerðir og að honum loknum fundar Festa aftur með aðildarfélaginu til að fylgja framvindunni eftir. Markmiðið er sem fyrr, að auka getu og þekkingu félaga til að stuðla að sjálfbærni í starfsemi sinni.
Stjórn Festu tilnefnir eftir þörfum þriggja manna siðanefnd sem úrskurðar um brot. Ábendingar um brot skulu berast stjórn. Brot á siðareglunum geta varðað áminningu en einnig missi félagsaðildar ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða.
Rétt er að taka fram að Festa er ekki gæðavottunaraðili og gerir ekki úttekt á félögum til að meta frammistöðu þeirra á sviði sjálfbærni. Aðild að Festu lýsir fyrst og fremst ásetningi félaga til að ná árangri á sviði sjálfbærs reksturs með þátttöku í fræðslustarfi og viðburðum á vettvangi Festu.
Við vinnum af heilindum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Við hvetjum hvert annað, erum opin í samskiptum og miðlum af reynslu.
Við stuðlum að samvinnu ólíkra aðila um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Stjórn Festu er skipuð sjö einstaklingum sem kosin eru á aðalfundi félagsins til þess að fara með málefni félagsins á milli aðalfunda. Formaður er líkt og meðstjórnendur kosinn til tveggja ára.
Háskólinn í Reykjavík, þar sem Festa hefur aðsetur, hefur rétt til að skipa frá sér einn fulltrúa í stjórn Festu.
Meðstjórnandi
Stofnandi Trail - sjálfbærniráðgjöf
Kjölfestur Festu styðja sérstaklega við störf Festu á áratugi aðgerða 2020-2030 og efla þróun í átt að sjálfbæru atvinnulífi á Íslandi. Kjölfestuaðild felur í sér einnar milljón krónu framlag, til viðbótar við almennt árgjald.
Takk fyrir.
Kjölfestur Festu styðja sérstaklega við störf Festu á áratugi aðgerða 2020-2030 og efla þróun í átt að sjálfbæru atvinnulífi á Íslandi. Kjölfestuaðild felur í sér einnar milljón krónu framlag, til viðbótar við almennt árgjald.
Takk fyrir!
Félag | Aðildarár | Heimasíða |
---|---|---|
Ábyrgar lausnir ehf. | 2018 | www.abyrgarlausnir.is |
Advania Ísland ehf. | 2020 | www.advania.is |
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins | Vínbúðin | 2013 | www.vinbudin.is |
Alcoa Fjarðaál | 2014 | www.alcoa.is |
Alda | 2023 | www.alda.co |
Alma | 2017 | www.al.is |
Alta ehf | 2013 | www.alta.is |
Alvotech | 2021 | www.alvotech.com |
Arion | 2013 | www.arionbanki.is |
Arngrimsson Advisors Ltd | 2021 | www.arngrimssonadvisors.com |
Aton.JL | 2022 | www.atonjl.is |
Attentus | 2022 | www.attentus.is |
Auðkenni ehf. | 2023 | www.audkenni.is |
Bakkinn Vöruhótel | 2020 | www.bakkinn.is |
BBA Fjeldco ehf | 2021 | www.bbafjeldco.is |
Berjaya Iceland hótel | 2019 | www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com |
Bláa lónið | 2014 | www.bluelagoon.is |
Blái herinn | 2016 | www.blaiherinn.is |
Blámi félagasamtök | 2023 | www.blami.is |
Borealis Data Center | 2022 | www.bdc.is |
BravoEarth ehf. | 2019 | www.bravo.earth |
Brim | 2013 | www.brim.is |
Brú Lífeyrissjóður | 2020 | www.lifbru.is |
Búseti | 2017 | www.buseti.is |
BYKO ehf | 2020 | www.byko.is |
Capacent ehf | 2023 | www.capacent.is |
CCP hf. | 2013 | www.ccpgames.com |
Coca-Cola European Partners Ísland hf | 2017 | www.ccep.is |
Colas Ísland | 2021 | www.colas.is |
Hampiðjan | 2020 | www.hampidjan.is |
Hannesarholt ses | 2015 | www.hannesarholt.is |
Happdrætti Háskóla Íslands | 2015 | www.hhi.is |
Hárækt ehf/VAXA | 2021 | www.vaxafarm.is |
Háskóli Íslands | 2019 | www.hi.is |
Háskólinn á Bifröst | 2022 | www.bifrost.is |
Háskólinn í Reykjavik | 2013 | www.hr.is |
Heimstaden ehf. | 2021 | www.heimstaden.is |
Hornsteinn | 2022 | www.hornsteinn.is |
HS Orka | 2020 | www.hsorka.is |
Húsasmiðjan | 2022 | www.husa.is |
Ice Fish ehf | 2016 | http://www.ice-fish.is |
Icelandair | 2019 | www.icelandairgroup.is |
Indó | 2020 | www.Indo.is |
Inkasso ehf | 2021 | www.inkasso.is |
INNNES ehf | 2021 | www.innnes.is |
ISAVIA | 2016 | www.isavia.is |
Íslandsbanki | 2015 | www.islandsbanki.is |
Íslandspóstur | 2020 | www.postur.is |
Íslandsshótel | 2015 | www.islandshotel.is |
Íslandsstofa | 2014 | www.islandsstofa.is |
Íslensk getspá | 2015 | www.lotto.is |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 2021 | islenskilif.is |
iTUB ehf. | 2020 | www.itub-rental.com |
Júní digital | 2022 | www.juni.is |
Kerecis | 2021 | www.kerecis.is |
Klappir grænar lausnir hf. | 2017 | www.klappir.com |
Kolibri ehf | 2020 | www.kolibri.is |
Kontra ráðgjöf ehf | 2021 | www.KontraNordic.com |
Kópavogsbær | 2019 | kopavogur.is |
KPMG | 2014 | kpmg.is |
Krónan | 2019 | www.kronan.is |
Kvika banki hf. | 2017 | www.kvika.is |
Lagastoð | 2023 | lagastod.is |
Lánasjóður Sveitarfélaga ohf | 2021 | www.lanasjodur.is |
Landsbankinn | 2014 | landsbankinn.is |
Landsnet | 2015 | landsnet.is |
Landsvirkjun | 2014 | landsvirkjun.is |
Laufið | 2022 | laufid.is |
LEX Lögmannsstofa | 2021 | https://www.lex.is/ |
Lífeyrissjóður starfsmann ríksins | 2022 | www.lsr.is |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 2018 | www.live.is |
Lífsverk lífeyrissjóður | 2020 | lifsverk.is |
LMB Mandat slf | 2021 | lmbmandat.is |
Logos slf | 2021 | logos.is |
Mannvit | 2016 | www.mannvit.is |
Marel | 2016 | Marel.com |
Miklatorg/IKEA | 2016 | www.IKEA.is |
Míla | 2013 | www.mila.is |
Mjólkursamsalan | 2016 | www.ms.is |
Múlalundur Vinnustofa SÍBS | 2015 | www.mulalundur.is |
N1 ehf | 2020 | www.n1.is |
NASDAQ OMX Iceland | 2014 | www.nasdaqomxnordic.com |
Netpartar ehf | 2020 | www.netpartar.is |
Neyðarlínan ohf. | 2013 | www.112.is |
Nói Síríus hf | 2023 | https://www.noi.is/ |
Norðurál | 2017 | nordural.is |
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins | 2018 | www.nyskopun.is |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 2018 | www.live.is |
Lífsverk lífeyrissjóður | 2020 | www.lifsverk.is |
LMB Mandat slf | 2021 | www.lmbmandat.is |
LOGOS | 2021 | www.logos.is |
Matvælaráðuneytið | 2024 | www.stjornarradid.is/raduneyti/matvaelaraduneytid/ |
Marel | 2016 | www.marel.com |
IKEA | 2016 | www.IKEA.is |
Míla | 2013 | www.mila.is |
Mjólkursamsalan | 2016 | www.ms.is |
N1 ehf | 2020 | www.n1.is |
NASDAQ OMX Iceland | 2014 | www.nasdaqomxnordic.com |
Neyðarlínan | 2013 | www.112.is |
Niflheimar | 2024 | |
Nói Síríus | 2023 | www.noi.is |
Norðurál | 2017 | www.nordural.is |
Ölgerðin | 2013 | www.olgerdin.is |
ON - Orka náttúrunnar | 2015 | www.on.is |
On to Something | 2023 | www.ontosomething.io |
Íslensk getspá | 2015 | www.lotto.is |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 2021 | www.islenskilif.is |
iTUB | 2020 | www.itub-rental.com |
Kerecis | 2021 | www.kerecis.is |
Klappir grænar lausnir | 2017 | www.klappir.com |
Kolviður - sjóður | 2024 | www.kolvidur.is |
KPMG | 2014 | www.kpmg.is |
Kristrún Anna teymisþjálfi | 2024 | |
Krónan | 2019 | www.kronan.is |
Kúper Blakk | 2024 | www.kuperblakk.is |
Kveikja | 2024 | www.kveikja.org |
Kvika banki | 2017 | www.kvika.is |
Lánasjóður Sveitarfélaga | 2021 | www.lanasjodur.is |
Landsbankinn | 2014 | www.landsbankinn.is |
Landsnet | 2015 | www.landsnet.is |
Landsvirkjun | 2014 | www.landsvirkjun.is |
Langbrók | 2024 | www.langbrok.is |
Laufið | 2022 | www.laufid.is |
LEX Lögmannsstofa | 2021 | www.lex.is |
Lífeyrissjóður starfsmann ríksins | 2022 | www.lsr.is |
Hannesarholt ses | 2015 | www.hannesarholt.is |
Happdrætti Háskóla Íslands | 2015 | www.hhi.is |
VAXA | 2021 | www.vaxafarm.is |
Háskóli Íslands | 2019 | www.hi.is |
Háskólinn á Bifröst | 2022 | www.bifrost.is |
Háskólinn í Reykjavik | 2013 | www.hr.is |
Hornsteinn | 2022 | www.hornsteinn.is |
HS Orka | 2020 | www.hsorka.is |
HSE Consulting | 2024 | www.hse.is |
Húsasmiðjan | 2022 | www.husa.is |
Ice Fish ehf | 2016 | www.ice-fish.is |
Icelandair | 2019 | www.icelandairgroup.is |
Indó | 2020 | www.Indo.is |
Inkasso | 2021 | www.inkasso.is |
Innes heildverslun | 2021 | www.innnes.is |
ISAVIA | 2016 | www.isavia.is |
Íslandsbanki | 2015 | www.islandsbanki.is |
Íslandspóstur | 2020 | www.postur.is |
Íslandsshótel | 2015 | www.islandshotel.is |
Íslandsstofa | 2014 | www.islandsstofa.is |
Elkem | 2017 | www.elkem.is |
Embla Medical (áður Össur) | 2014 | www.emblamedical.com/ |
Embætti landlæknis | 2025 | www.island.is/s/landlaeknir |
ELKO | 2020 | www.elko.is |
Eskja | 2021 | www.eskja.is |
Eta Carina | 2019 | www.stjornufraedi.is |
Eygló | 2023 | https://eygloeast.is/ |
Eyrir Invest | 2020 | www.eyrir.is |
Farfuglar ses | 2023 | www.hostel.is |
Faxaflóahafnir | 2025 | www.faxafloahafnir.is |
Feel Iceland | 2021 | www.feeliceland.is |
Félagsbústaðir | 2015 | www.felagsbustadir.is |
Festi | 2013 | www.festi.is |
Play | 2022 | www.flyplay.com |
Frumtak Ventures | 2022 | www.frumtak.is |
Gagarín | 2021 | www.gagarin.is |
Gámafélagið | 2024 | www.gamafelagid.is |
GEMMAQ | 2020 | www.gemmaq.co |
Geo Salmo | 2022 | www.geosalmo.com |
GlacialEdge Advisory | 2024 | www.glacialedge.com |
Greenhouse hotel ehf. | 2020 | www.thegreenhouse.is |
Hagar | 2016 | www.hagar.is |
Hampiðjan | 2020 | www.hampidjan.is |
Borealis Data Center | 2022 | www.bdc.is |
BravoEarth | 2019 | www.bravo.earth |
Brim | 2013 | www.brim.is |
Brimborg | 2024 | www.brimborg.is |
Brú Lífeyrissjóður | 2020 | www.lifbru.is |
Búseti | 2017 | www.buseti.is |
BYKO | 2020 | www.byko.is |
Capacent | 2023 | www.capacent.is |
CCP | 2013 | www.ccpgames.com |
Coca-Cola European Partners Ísland hf | 2017 | www.ccep.is |
Colas Ísland | 2021 | www.colas.is |
Controlant | 2022 | www.Controlant.com |
COWI | 2016 | www.cowi.is |
CreditInfo Lánstraust | 2020 | www.creditinfo.is |
Datatech | 2024 | www.datatech.is |
DecideAct | 2024 | www.decideact.net |
Dagar | 2013 | www.dagar.is |
Deloitte | 2013 | www.Deloitte.is |
Discover truenorth ehf | 2021 | www.Discovertruenorth.is |
DTE | 2023 | www.dte.ai |
EFLA verkfræðistofa | 2016 | www.efla.is |
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands | 2023 | www.brunabot.is |
Eik fasteignarfélag hf | 2020 | www.eik.is |
Eimskip | 2014 | www.eimskip.com |
Orkan IS | 2022 | www.orkan.is |
Orkusalan | 2018 | www.orkusalan.is |
Orkuveita Reykjavíkur | 2015 | www.or.is |
Perla norðursins | 2020 | www.perlan.is |
Pfaff | 2020 | www.pfaff.is |
Podium | 2015 | www.podium.is |
PwC Ísland | 2020 | www.pwc.is |
Pure North Recycling | 2019 | www.purenorth.is |
Rafal ehf | 2021 | www.rafal.is |
RARIK | 2015 | www.rarik.is |
RB - Reiknistofa bankanna | 2015 | www.rb.is |
Regn | 2023 | www.regn.store/ |
Heimar | 2019 | www.heimar.is |
Reitir fasteignafélag | 2018 | www.reitir.is |
Reitun | 2022 | www.reitun.is |
Rekstrarvörur | 2022 | www.rv.is |
Resource International | 2016 | www.resource.is |
Reykjagarður | 2013 | www.holta.is |
Reykjavíkurborg | 2015 | www.reykjavik.is |
Rio Tinto á Íslandi | 2014 | www.riotinto.is |
Samgöngustofa | 2016 | www.samgongustofa.is |
Samhentir | 2021 | www.samhentir.is |
Samskip | 2015 | www.samskip.is |
Samtök atvinnulífsins | 2021 | www.sa.is |
Samtök iðnaðarins | 2017 | www.si.is |
Seðlabanki Íslands | 2021 | www.sedlabanki.is |
Securitas | 2024 | www.securitas.is |
Síminn | 2013 | www.siminn.is |
66°Norður | 2020 | www.66north.com |
Sjávarklasinn | 2024 | www.sjavarklasinn.is |
Sjóvá-Almennar tryggingar | 2014 | www.sjova.is |
Skeljungur IS | 2022 | www.skeljungur.is |
Snjallgámar | 2024 | www.snjallgamar.is |
Sólar | 2015 | www.solarehf.is |
Sölufélag garðyrkjumanna ehf. | 2018 | www.islenskt.is |
SORPA | 2015 | sorpa.is |
Staðlaráð Íslands | 2020 | www.stadlar.is |
Steypustöðin | 2024 | www.steypustodin.is |
Stika | 2024 | www.stikasolutions.is/ |
Svarmi | 2021 | www.svarmi.is |
Sveitafélagið Hornafjörður | 2019 | www.hornafjordur.is |
Terra | 2016 | www.terra.is |
Trail - sjálfbærniráðgjöf | 2024 | |
Traustur kjarni | 2023 | https://www.solidcore.gg/ |
Truenorth Nordic | 2021 | truenorth.is |
Umhverfisstofnun | 2020 | www.ust.is |
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið | 2024 | https://www.stjornarradid.is/raduneyti/umhverfis-orku-og-loftslagsraduneytid/ |
Utanríkisráðuneytið | 2023 | www.utn.is |
Veitur | 2015 | www.veitur.is |
Veritas Capital | 2020 | www.veritas.is |
Verkís | 2016 | www.verkis.is |
Verkvist | 2024 | www.verkvist.is |
Víkonnekt | 2023 | www.vikonnekt.is |
Vinnvinn | 2022 | www.vinnvinn.is |
VIRK | 2018 | www.virk.is |
VÍS | 2013 | www.vis.is |
Vinnumálastofnun | 2024 | www.vinnumalastofnun.is |
Vista verkfræðistofa | 2017 | www.vista.is |
Vörður tryggingafélag | 2013 | www.vordur.is |
Votlendissjóður | 2021 | www.votlendi.is |
VR | 2015 | www.vr.is |
VSÓ Ráðgjöf | 2019 | www.vso.is |
Wise Lausnir | 2021 | www.wise.is |
Yggdrasill Carbon | 2023 | www.yggcarbon.com |
Yorth | 2021 | www.yorthgroup.com |
ÖBÍ réttindasamtök | 2023 | www.obi.is/ |
Ábyrgar lausnir | 2018 | www.abyrgarlausnir.is |
Advania | 2020 | www.advania.is/ |
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins | Vínbúðin | 2013 | www.vinbudin.is |
Alcoa Fjarðaál | 2014 | www.alcoa.is |
Alda | 2023 | www.alda.co |
Alma | 2017 | www.al.is |
Alvotech | 2021 | www.alvotech.com |
Arion | 2013 | www.arionbanki.is |
Aton | 2022 | www.atonjl.is |
Athygli | 2025 | www.athygli.is |
Attentus | 2022 | www.attentus.is |
Auðkenni | 2023 | www.audkenni.is/ |
Bakkinn Vöruhótel | 2020 | www.bakkinn.is |
BBA Fjeldco | 2021 | www.bbafjeldco.is |
Berjaya Iceland hótel | 2019 | www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/en |
BGlobal Sustainability | 2024 | www.bglobal.is |
Bláa lónið | 2014 | www.bluelagoon.is |
Blái herinn | 2016 | www.blaiherinn.is |
Blámi | 2023 | www.blami.is |
Starfsmannafjöldi | Verð |
---|---|
Einyrkjar | 67.700 |
2-15 | 137.700 |
16-49 | 242.610 |
50-199 | 358.940 |
200-499 | 714.470 |
500-999 | 855.540 |
1000 + | 998.900 |
Menntastofnun | 242.660 |
Félagasamtök | 67.700 |
Opinber stofnun | 242.660 |
1. gr. Heiti og heimili
Félagið er almennt félag. Nafn þess er Festa – miðstöð um sjálfbærni. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Tilgangur
Tilgangur félagsins er að auka þekkingu á ábyrgð skipulagsheilda til að stuðla að sjálfbærni í starfsemi sinni og hjálpa þeim við að tileinka sér starfshætti sem stuðla að sjálfbærni.
Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og rekstrarafgangi af starfseminni skal varið í samræmi við tilgang félagsins. Félaginu er þó heimilt að byggja upp varasjóð í samræmi við ákvörðun stjórnar.“
3. gr. Starfsemi
Félagið vinnur að tilgangi sínum með fjölbreyttri starfsemi, svo sem upplýsingagjöf á vefsíðu félagsins, ráðstefnu- og fundarhaldi, virkum samskiptum við aðildarfélög og þátttöku í opinberri umræðu, til að efla samskipti, samstarf og fræðslu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
4. gr. Félagsaðild
Til að gerast félagi í Festu skulu skipulagsheildir sækja sérstaklega um það með útfyllingu eyðublaðs á heimasíðu Festu. Í umsókn skal meðal annars koma fram yfirlýsing umsækjanda um að hann undirgangist það að haga starfsemi sinni í samræmi við gildi félagsins, siðareglur og tilgang. Umsækjandi skal um leið tilkynna einn tengilið sem fer með atkvæði félagsins á aðalfundi. Að fenginni umsókn tekur stjórn félagsins afstöðu til umsóknarinnar og hún telst samþykkt ef meirihluti stjórnar samþykkir viðkomandi en er ella hafnað.
5. gr. Úrsögn eða brottvikning
Félaga er heimilt að segja sig úr félaginu frá næstu áramótum að telja og skal þá skrifleg úrsögn hafa borist skrifstofu félagsins í síðasta lagi 30. nóvember. Stjórn Festu getur sagt félaga upp félagsaðild ef hann verður uppvís að brotum á siðareglum félagsins eða greiðir ekki félagsgjald samkvæmt greiðsluskilmálum félagsins. Til þess þarf samþykki a.m.k. 2/3 hluta stjórnarmanna.
6. gr. Félagsgjald
Stjórn ákvarðar félagsgjald á stjórnarfundi. Breytingar á félagsgjaldi þurfa samþykki að lágmarki fjögurra stjórnarmanna. Gjaldskrá skal vera aðgengileg á vef félagsins og breytingar kynntar þar eigi síðar en 14. október ár hvert.
Félagi skuldbindur sig til að greiða félagsgjald eins og það er ákvarðað af stjórn félagsins hverju sinni. Félagi öðlast full réttindi þegar félagsgjald hefur verið greitt. Félagsgjald er innheimt árlega. Ef félagsgjald er ekki greitt á eindaga er heimilt að reikna dráttarvexti frá gjalddaga. Framkvæmdastjóri hefur í sérstökum tilfellum heimild til að semja við nýja félagsmenn um félagsgjald í takmarkaðan tíma sem og tímabundinn afslátt til handa einstaka félögum ef sérstakar aðstæður mæla með því.
7. gr. Aðalfundur, atkvæði og aukafundir
Aðalfundur fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í málefnum félagsins. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok maí ár hvert. Til aðalfundarins skal boða lengst fjórum vikum fyrir fund og skemmst tveimur vikum fyrir aðalfund og viku fyrir aukafund. Fundarboð skal birt á vefsíðu félagsins og sent í tölvupósti á skráða tengiliði félaga. Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað
Á aðalfundi félagsins skulu að minnsta kosti eftirfarandi mál tekin til afgreiðslu:
Rétt til að sækja aðalfund eiga þeir félagar sem eru skuldlausir viku fyrir fundinn. Skráður tengiliður hvers aðildarfélags fer með atkvæðisrétt fyrir hönd viðkomandi félags. Félaga er heimilt að veita öðrum fulltrúa umboð til að sækja aðalfund og fara með atkvæðisrétt sinn gegn skriflegu, dagsettu umboði. Atkvæðavægi mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
Kjósendur geta kosið jafn marga fulltrúa og fjöldi þeirra stjórnarsæta sem í boði eru, segir til um. Kjósendur hafa mismunandi atkvæðamagn og skiptist það sem hér segir:
Stjórn félagsins sem og 1/3 hluti félaga hafa heimild til að óska eftir aukafundum í félaginu. Um aukaaðalfund gilda sömu viðmið og um aðalfund.
Stjórn getur ákveðið að félagsmenn geti tekið þátt í aðalfundum og aukafundum rafrænt. Stjórn getur ákveðið að aðalfundur og aukafundur fari að hluta til eða að öllu leiti fram rafrænt. Ef boðið er upp á rafræna þátttöku í aðalfundi eða aukafundi skal það koma fram í fundarboði. Einnig skal veita upplýsingar um það á vef félagsins hvernig rafræn þátttaka fer fram.
8. gr. Kjörgengi og kosning stjórnarmanna
Stjórn félagsins skal skipuð sjö einstaklingum sem fara með málefni félagsins á milli aðalfunda. Formaður skal kosinn sérstaklega og til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn. Stjórnarkjöri skal haga þannig að hvert ár skal kjósa þrjá meðstjórnendur í stað þeirra þriggja sem setið hafa í tvö ár. Formaður og stjórn skulu kosin í skriflegri atkvæðagreiðslu. Heimilt er að kjósa áttunda stjórnarmann frá samstarfsaðila sem veitir félaginu aðstöðu.
Stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi félagsins. Þeir félagar hafa kosningarétt sem eru skuldlausir við félagið viku fyrir aðalfund. Það er skilyrði fyrir kjörgengi að frambjóðandi sé starfsmaður hjá aðildarfélagi og að aðildarfélagið sé skuldlaust við félagið viku fyrir aðalfund eða með einstaklingsaðild að félaginu og viðkomandi einstaklingur sé skuldlaus við félagið viku fyrir aðalfund. Óskað skal eftir framboðum í fundarboði aðalfundar og lýkur framboðsfresti einni viku fyrir aðalfund.
Stjórn skal a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund tilnefna tveggja til þriggja manna kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri. Skal nefndin leitast við að ná jafnræði milli félagsmanna um setu í stjórn, að kynjahlutföll séu sem jöfnust og að eðlileg endurnýjun stjórnarmanna eigi sér stað. Hafi einstaklingur tekið sæti í kjörnefnd hefur hann ekki kjörgengi til embætta sem kosið er um á aðalfundi. Kjörnefnd skal með áskorun til félagsmanna leita eftir tillögum um formann og stjórnarmenn eftir því sem við á. Tillögur kjörnefndar skulu tilkynntar félagsmönnum a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund. Aðrar tillögur skulu hafa borist í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund.
9. gr. Stjórnarstarf
Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi en stjórn velur sér varaformann á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi.
Stjórnin mótar stefnu félagsins í samræmi við tilgang þess og skal sjá til þess að skipulag og starfsemi þess sé jafnan í lögmætu og góðu horfi. Undirskrift meirihluta stjórnar skuldbindur félagið. Stjórn skal ráða félaginu framkvæmdastjóra sem skal framfylgja stefnu félagsins og reglum um skipulag.
Stjórnarfundir skulu haldnir a.m.k. ársfjórðungslega. Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Stjórnarfundir eru lögmætir ef að minnsta kosti fjórir stjórnarmenn sækja fund. Mikilvægar ákvarðanir má þó ekki taka án þess að þær hafi verið kynntar öllum stjórnarmönnum. Falli atkvæði stjórnarmanna jöfn á stjórnarfundi ræður atkvæði formanns úrslitum. Halda skal fundargerðir um stjórnarfundi.
10. gr. Aðrar stjórnareiningar
Framkvæmdastjóri félagsins annast daglegan rekstur félagsins samkvæmt starfslýsingu sem er yfirfarin að jafnaði árlega og samþykkt af stjórn félagsins. Hann skal ráðinn í opnu og faglegu ráðningarferli samkvæmt hæfniskröfum sem stjórn ákveður hverju sinni. Sitjandi stjórnarmaður getur ekki gegnt starfi framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir óska.
Stjórn félagsins er heimilt að skipa faghópa varðandi einstaka þætti sem tengjast starfsemi félagsins.
11. gr. Endurskoðendur
Stjórn félagsins skal velja löggiltan endurskoðanda til að endurskoða reikninga félagsins fyrir hvert starfsár. Endurskoðanda má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna félagsins.
12. gr. Reikningsárið
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
13. gr. Breyting samþykkta og slit félagsins
Breytingar á samþykktum félagsins skulu gerðar á aðalfundi félagsins. Tillögur um þær skulu berast formanni og framkvæmdastjóra félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins og þeir sjá um að áframsenda þær í kjölfarið á félaga, eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Að lágmarki 2/3 samanlagðra atkvæða á lögmætum aðalfundi þarf til að samþykkja breytingar á samþykktum
Ákvörðun um slit félagsins skal tekin á aðalfundi félagsins og um hana gilda sömu reglur og um breytingar á samþykktum félagsins. Við slit félagsins skal eignum þess ráðstafað í þágu þess tilgangs sem fram kemur í 2. gr.“
Félagar í Festu – skipulagsheildir
Siðareglurnar endurskoðist eftir þörfum til samþykktar á aðalfundi félagsins.
Siðareglur þessar voru samþykktar á aðalfundi Festu þann 23. apríl 2013
Festa leggur áherslu á að virða ætíð persónuvernd allra sem Festa á í samskiptum við og fara að lögum um persónuvernd (persónuverndarreglugerð ESB 679/2016) í öllum samskiptum sínum.
Vinnsla persónuupplýsinga hjá Festu
Festa hyggst framfylgja stefnu sinni um persónuvernd með eftirfarandi hætti.
Festa notar persónuupplýsingar í því skyni að geta veitt þjónustu og átt samskipti við aðila um starfsemi Festu. Festa heldur vinnsluskrá um vinnslu persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru notaðar með eftirfarandi hætti hjá Festu:
Skráning aðildarfélaga í Festu
Starfsfólk fyrirtækja, stofnanna, sveitafélaga eða einstaklingar geta sótt um aðild að Festu í gegnum skráningarform sem aðgengilegt er á forsíðunni á vef Festu. Þar er óskað eftir nafni fyrirtækis, kennitölu, heimilisfangi, veffangi og stærð. Þessum upplýsingum er safnað til að geta haldið utan um félagaskrá, sent reikninga fyrir árgjaldi og annarri þjónustu sem aðildarfélagi kaupir af Festu. Einnig ef óskað eftir nafni tengiliðs, netfangi og símanúmeri viðkomandi. Það er gert til að geta sent upplýsingar um starfsemina og átt samskipti um starfsemi Festu.
Skráning á póstlista Festu
Hver sem er getur skráð sig á póstlista festu til að fá sent rafrænt fréttabréf og markpóst með upplýsingum um starfsemi Festu.
Skráning á fundi og viðburði á vegum Festu
Skráning á viðburði á vegum Festu felur í sér að viðkomandi gefur upp nafn þátttakanda, netfang, nafn vinnuveitanda, starfsheiti og kennitala greiðanda ef aðgangseyrir er á viðburðinn.
Umfjöllun um fyrirtæki og einstaklingar
Festa flytur fréttir og miðlar upplýsingum um aðferðir og aðgerðir fyrirtækja um efni tengt samfélagsábyrgð. Óskað er samþykkis viðkomandi áður en upplýsingar eru birtar ef fjallað er á sértækan hátt um einstaklinga eða fyrirtæki ef upplýsingarnar eru ekki þá þegar opinberar. Sem dæmi þá leitar Festa samþykkis áður en frétt er birt af lýsingu starfsmanns af starfsháttum viðkomandi fyrirtækis áður en umfjöllun er birt. Ekki er hins vegar leitað eftir samþykki fyrir umfjöllun um, eða myndbirting af því að viðkomandi hafi mætt á opinn viðburð á vegum Festu.
Festa lætur engar persónuupplýsingar um aðildarfélaga eða aðila sem skrá sig hjá Festu í hendur þriðja aðila. Nöfn aðildarfélaga Festu eru birt á vefsíðu félagsins. Aðilar geta á hverjum tíma óskað eftir að upplýsingumum viðkomandi verði eytt úr skrám Festu.
Vinnsluaðilar upplýsinga hjá Festu
Festa fer fram á að vinnsluaðilar sem vinna með persónuupplýsingar fyrir hönd Festu fari að lögum um persónuvernd. Festa notar Google upplýsingakerfið fyrir tölvupóst, dagatal og skráningarform fyrir félagatal og viðburði. Fyrir rafrænt fréttabréf og póstlista notar Festa Mailchimp fréttabréfakerfið. Festa notar Facebook, Twitter og Linkedin til að miðla fréttum og auglýsa viðburði. Í einstaka tilfellum notar Festa vafrakökur (e. cookies) til að greina hversu margir lesa efni og/eða skrá sig á viðburði á vegum Festu og til að miðla frekari upplýsingum til viðkomandi.
Hér má nálgast merki Festu í ýmsum útgáfum fyrir prent og skjámiðla. Við óskum þess að lágmarks loftun kringum merkinu sé virt og að ekki sé átt við merkið að neinu leiti.
Ekki breyta litum í merkinu. Vinsamlegast virðið lágmarks loftun kringum merkið.
Menntavegur 1
101 Reykjavík
festa@sjalfbaer.is